ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Árni Sæberg skrifar 13. september 2023 13:47 Töluvert er um ökumenn í umferðinni sem nota ADHD-lyf. Vísir/Vilhelm Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. Þetta segir í svari Sjóvár við fyrirspurn Vísis um áhrif notkunar ADHD-lyfja, á borð við Elvanse, á ábyrgðartryggingu ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um stöðu ökumanna með ADHD eftir að hjón í Hveragerði greindu frá því að þau hefðu verið handtekinn vegna fíkniefnaaksturs, þar sem amfetamín mældist í blóði þeirra eftir neyslu Elvanse. Þá var greint frá því á mánudag að maður hafi verið sviptur ökuréttindum sínum af sömu sökum. Ökumenn þurfi að meta ástand sitt sjálfir Í svari Sjóvár segir að ökumanni sé óheimilt að stjórna eða reyna að stjórna ökutæki sé hann þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, sama af hvaða ástæðu það er, til dæmis vegna veikinda, hrörnunar, elli, ofreynslu, svefnleysis, áfengis, fíkniefna eða lyfjanotkunar. Ökumaður beri sjálfur ábyrgð á mati á eigin ökuhæfni þegar hann sest undir stýri hverju sinni. Ef niðurstaða blóðsýna eða mat læknis eftir á staðfestir hins vegar að ökumaður hafi að einhverjum ástæðum ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutækinu örugglega og það ástand hafi leitt til umferðaróhapps, geti það leitt til niðurfellingar eða skerðingar á bótarétti og hugsanlega til endurkröfu vegna tjóns sem viðkomandi olli öðrum. Ekki reynt á í framkvæmd Svar TM við sömu fyrirspurn er á svipaða leið og svar Sjóvár. Þar segir að varðandi þetta tiltekna lyf, Elvanse, þá virðist ekki lagt blátt bann við akstri ökutækja eftir töku þess heldur beri hverjum og einum að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eins og almennt í vátrygginga- og skaðabótarétti þurfi að vera orsakasamband á milli töku lyfs og tjóns til að komið geti til skerðingar bóta til þess einstaklings sem tekur lyfið. Til dæmis gæti einstaklingur sem ákveður að setjast undir stýri þrátt fyrir að vera með óskýra sjón, sem sé þekkt hliðarverkun Elvanese, þurft að sæta skerðingu bóta ef viðkomandi lendir í tjóni og tengsl eru milli tjónsins og þess ástands. Á sama hátt geti einstaklingur án slíks samhengis átt rétt á fullum bótum þótt viðkomandi taki lyfið. Ólíkar reglur geti gilt um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð hvað þetta varðar. Þá segir að ekki finnist dæmi um að á þetta hafi reynt í framkvæmd hjá félaginu. Önnur tryggingarfélög svöruðu ekki fyrirspurn Vísis. Tryggingar Umferðaröryggi Lyf ADHD Tengdar fréttir „Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta segir í svari Sjóvár við fyrirspurn Vísis um áhrif notkunar ADHD-lyfja, á borð við Elvanse, á ábyrgðartryggingu ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um stöðu ökumanna með ADHD eftir að hjón í Hveragerði greindu frá því að þau hefðu verið handtekinn vegna fíkniefnaaksturs, þar sem amfetamín mældist í blóði þeirra eftir neyslu Elvanse. Þá var greint frá því á mánudag að maður hafi verið sviptur ökuréttindum sínum af sömu sökum. Ökumenn þurfi að meta ástand sitt sjálfir Í svari Sjóvár segir að ökumanni sé óheimilt að stjórna eða reyna að stjórna ökutæki sé hann þannig á sig kominn að hann sé ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega, sama af hvaða ástæðu það er, til dæmis vegna veikinda, hrörnunar, elli, ofreynslu, svefnleysis, áfengis, fíkniefna eða lyfjanotkunar. Ökumaður beri sjálfur ábyrgð á mati á eigin ökuhæfni þegar hann sest undir stýri hverju sinni. Ef niðurstaða blóðsýna eða mat læknis eftir á staðfestir hins vegar að ökumaður hafi að einhverjum ástæðum ekki verið hæfur til þess að stjórna ökutækinu örugglega og það ástand hafi leitt til umferðaróhapps, geti það leitt til niðurfellingar eða skerðingar á bótarétti og hugsanlega til endurkröfu vegna tjóns sem viðkomandi olli öðrum. Ekki reynt á í framkvæmd Svar TM við sömu fyrirspurn er á svipaða leið og svar Sjóvár. Þar segir að varðandi þetta tiltekna lyf, Elvanse, þá virðist ekki lagt blátt bann við akstri ökutækja eftir töku þess heldur beri hverjum og einum að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árverkni. Eins og almennt í vátrygginga- og skaðabótarétti þurfi að vera orsakasamband á milli töku lyfs og tjóns til að komið geti til skerðingar bóta til þess einstaklings sem tekur lyfið. Til dæmis gæti einstaklingur sem ákveður að setjast undir stýri þrátt fyrir að vera með óskýra sjón, sem sé þekkt hliðarverkun Elvanese, þurft að sæta skerðingu bóta ef viðkomandi lendir í tjóni og tengsl eru milli tjónsins og þess ástands. Á sama hátt geti einstaklingur án slíks samhengis átt rétt á fullum bótum þótt viðkomandi taki lyfið. Ólíkar reglur geti gilt um refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð hvað þetta varðar. Þá segir að ekki finnist dæmi um að á þetta hafi reynt í framkvæmd hjá félaginu. Önnur tryggingarfélög svöruðu ekki fyrirspurn Vísis.
Tryggingar Umferðaröryggi Lyf ADHD Tengdar fréttir „Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46 Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Þetta er stórt og ljótt mál og þeir eiga að taka á þessu“ ADHD samtökin hafa skorað á stjórnvöld að setja á reglugerð tafarlaust til að koma í veg fyrir að fólk sem notar lyf vegna ADHD verði beitt viðurlögum eða sektum af hálfu lögreglu í umferðinni. Formaður samtakanna segir núgildandi lög gölluð. 11. september 2023 12:46
Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent