Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

Vilja fella niður margar tak­markanir á fjár­festingar­heimildum líf­eyris­sjóða

Seðlabankastjóri tekur undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að rétt sé að afnema margar af þeim magnbundnu takmörkunum sem gilda um íslensku lífeyrissjóðanna, eins og meðal annars hámark á eignarhald í einstökum félögum, samhliða auknu eftirliti með starfsemi þeirra og bættri áhættustýringu. Starfshópur sem vinnur að grænbók um lífeyrissjóðakerfið er nú með til skoðunar að leggja til slíkar breytingar.  

Innherji
Fréttamynd

Þeir sem velj­i auk­­ið frels­­i í við­b­ót­­ar­líf­­eyr­­is­­sparn­­að­­i beri auk­­inn kostn­­að

Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða og sjóðastýringar fagna því að fjármála- og efnahagsráðherra sé að skoða leiðir til að auka valfrelsi fólks í viðbótarlífeyrissparnaði. Breytingar geta aukið áhuga fólks á fjárfestingum og lífeyrissparnaði. Sjóðfélagar sem vilja meira frelsi við að stýra sínum viðbótarsparnaði þurfa væntanlega að bera af því meiri kostnað en sjóðfélagar í hefðbundnum ávöxtunarleiðum.

Innherji
Fréttamynd

Akta tapar 50 milljónum sam­tímis því að eignir í stýringu minnka um fimmtung

Sjóðastýringarfélagið Akta var rekið með tæplega 50 milljóna króna tapi á fyrri árshelmingi en eignir í stýringu minnkuðu um liðlega fimmtung samhliða erfiðum aðstæðum á mörkuðum og áframahaldandi innlausnum fjárfesta í helstu fjárfestingasjóðum í rekstri fyrirtækisins. Kaup Akta sjóða á eigin bréfum á tímabilinu verðmeta félagið á liðlega einn og hálfan milljarð króna.

Innherji
Fréttamynd

„Skref í rétta átt“ en þarf meira að­hald til að ná niður verð­bólgu­væntingum

Þótt boðaðar aðgerðir fjármála- og efnahagsráðherra um aukið aðhald í ríkisrekstrinum á komandi ári, sem nemur samtals um sautján milljörðum króna, séu jákvæðar þá eru þær ólíklega að hafa einhver áhrif til lækkunar á verðbólguvæntingum, að sögn sjóðstjóra á skuldabréfamarkaði. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma en þær hafa lítið lækkað að undanförnu. 

Innherji
Fréttamynd

„Heppi­legast“ að gjald­eyris­markaðurinn taki við met­inn­flæði vegna sölu á Kerecis

Ekki er hægt að útiloka að Seðlabankinn muni þurfa að koma að kaupum á hluta þess mikla gjaldeyris sem kemur til landsins við söluna á Kerecis, að sögn seðlabankastjóra, en reikna má með að íslenskir fjárfestar muni á næstu dögum fá um eða yfir 100 milljarða greidda til sín. Hann hefur samt „fyllstu trú“ á því að gjaldeyrismarkaðurinn muni geti tekið á móti innflæðinu án aðkomu bankans.

Innherji
Fréttamynd

Slíta hlutabréfasjóðnum Akta Atlas eftir brotthvarf Davíðs

Hlutabréfasjóðnum Akta Atlas, sem var stofnaður fyrir þremur árum og fjárfestir einkum í erlendum hlutabréfum, hefur verið slitið en sjóðurinn hafði minnkað verulega að stærð á síðustu misserum. Ákvörðun um slit sjóðsins kemur á sama tíma og sjóðstjóri hans hætti hjá Akta og réð sig yfir til VEX.

Innherji
Fréttamynd

„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“

Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður Stefnis jókst um þriðjung þótt eignir í stýringu hafi minnkað

Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði hagnaði á fyrri árshelmingi upp á tæplega 707 milljónir króna og jókst hann um liðlega 33 prósent frá sama tíma fyrir ári samhliða „krefjandi“ fjárfestingarumhverfi. Nettó innlausnir í stærsta almenna hlutabréfasjóði landsins námu samtals um einum milljarði en talsverðar verðlækkanir einkenndu innlendan hlutabréfamarkað á tímabilinu.

Innherji
Fréttamynd

Veðjar 1,6 milljörðum dala gegn Wall Street

Fjárfestingarsjóður Micheals Burry hefur keypt sölurétti af sjóðum sem fylgja S&P 500 og Nasdaq 100 fyrir alls um 1,6 milljarða dala. Burry varð heimsfrægur upp úr fjármálahruninu árið 2008 þegar hann spáði réttilega fyrir um hrun húsnæðislánamarkaðarins í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stórhækkuðu stýrivexti til að hægja á falli rúblunnar

Seðlabanki Rússlands ákvað að hækka stýrivexti í landinu um þrjú og hálft prósentustig á neyðarfundi í dag. Með ákvörðuninni reynir bankinn að bregðast við vaxandi verðbólgu og styrkja rúbluna sem er nú veikari en hún hefur verið eftir að innrásin í Úkraínu hófst í fyrra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis selja nærri helming bréfa sinna í Stoðum

Tveir hlutabréfasjóðir í stýringu Stefnis, dótturfélags Arion banka, minnkuðu stöðu sína í fjárfestingafélaginu Stoðum um tæplega helming á fyrstu mánuðum þessa árs. Sjóðastýringarfélagið hafði áður verið um nokkurt skeið næst stærsti hluthafinn í Stoðum með yfir tíu prósenta hlut þegar mest var.

Innherji
Fréttamynd

Rík­ast­i Finn­inn, sjóð­ur Paul Gett­ys og Seq­u­o­i­a fjárfestu í vísisjóði Ara og Davíðs

Á meðal fjárfesta í vísisjóði á sviði loftlagsmála sem bræðurnir Ari og Davíð Helgasynir stofnuðu eru J. Paul Getty Trust, ríkasti maður Finnlands og stofnandi finnska leikjafyrirtækisins Supercell sem gaf meðal annars út Clash of Clans. Að auki fjárfesti vísisjóður á vegum Sequoia Capital, einu þekktasta fjárfestingafélagi í heimi þegar kemur að styðja við nýsköpunarfélög, í Transition.

Innherji
Fréttamynd

Van­trú fjár­festa á fyrir­ætlunum stjórn­enda Kviku er mikil, segir for­stjóri Stoða

Einn stærsti hluthafi Kviku banka segir það hafa verið „vonbrigði“ að fallið var frá viðræðum um samruna við Íslandsbanka enda sé mikilvægt að ná fram meiri hagræðingu í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækja, einkum þeirra smærri. Að mati Stoða er samanlagt virði einstaka eininga Kviku nú „mun hærra“ en markaðsvirði samstæðunnar og brýnir forstjóri fjárfestingafélagsins stjórnendur bankans til að „skoða allar leiðir“ hvernig megi vinna úr þeim verðmætum.

Innherji
Fréttamynd

Verð­mæti Blika­staða­landsins „ó­trú­lega hátt hlut­fall“ af markaðs­virði Arion

Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni.

Innherji
Fréttamynd

Sér­tæk­ir skatt­ar á ís­lensk­a bank­a þrisv­ar sinn­um hærr­i en hval­rek­a­skatt­ur Ítal­a

Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.

Innherji
Fréttamynd

Greidd­i næst­um fjórð­ung af sjóðn­um í arð vegn­a sölu á Temp­o og Mílu

Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.

Innherji
Fréttamynd

Segist maðurinn til að leiða bankann á­fram og tekur varnaðar­orðum VR al­var­lega

Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 

Viðskipti innlent