Áformar að auka vægi innlendra hlutabréfa ólíkt öðrum stærri lífeyrisjóðum

Ólíkt öðrum stærri lífeyrissjóðum landsins áformar Birta að auka nokkuð vægi sitt í innlendum hlutabréfaeignum á árinu 2025 frá því sem nú er á meðan sjóðurinn ætlar á sama tíma að halda hlutfalli erlendra fjárfestinga nánast óbreyttu. Lífeyrissjóður verslunarmanna hyggst hins vegar stækka enn frekar hlutdeild erlendra hlutabréfa í eignasafninu samhliða því að minni áhersla verður sett á íslensk hlutabréf.
Tengdar fréttir

Lífeyrissjóðir setja stefnuna á auknar fjárfestingar í erlendum hlutabréfum
Þrír lífeyrissjóðir, sem eru samanlagt með um þúsund milljarða eignir í stýringu, setja allir stefnuna á að auka talsvert við vægi sitt í erlendum hlutabréfum á nýju ári á meðan minni áhersla verður á hlutabréfin hér heima. Fyrr á árinu færði Lífsverk stýringu á séreignarleiðum upp á tugi milljarða innanhús til sjóðsins samhliða því að setja stóraukna áherslu á fjárfestingar í erlendum hlutabréfum.

Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða skreppa saman um fjórðung
Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni.