Barnalán

Fréttamynd

Ár mikilla tíma­móta hjá Berglindi og Daníel

Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Daníel Matthíasson verkefnastjóri giftu sig á föstudaginn á Akureyri. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Birnir og Vaka gáfu dótturinni nafn

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir skírðu frumburðinn við hátíðlega athöfn í heimahúsi á dögunum. Stúlkunni var gefið nafnið Gróa. 

Lífið
Fréttamynd

„Þrjú verða fjögur“

Atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Jón Daði Böðvarsson og unnusta hans, María Ósk Skúladóttir, viðskiptafræðingur eiga von á sínu öðru barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið
Fréttamynd

Benni og Eva eiga von á sjötta barninu

Benedikt Brynleifsson trommuleikari og Eva Brink fjármálastjóri eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Birnir og Vaka eignuðust stúlku

Tónlistarmaðurinn Birnir Sigurðarson og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eignuðust frumburð sinn 2. nóvember síðastliðinn. Vaka deildi gleðitíðindunum í færslu á Instagram í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Eva Lauf­ey og Haddi eiga von á þriðja barninu

Hjónin Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son eiga von á þriðja barni sínu. Fyrir eiga þau tvær dætur. Eva Laufey deildi gleðifregnunum í færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Garðar Gunn­laugs og Fann­ey eignuðust dreng

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eignuðust dreng í vikunni. Parið birti deildi gleðifregnunum sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Barna­lán hjá Arnari Gunn­laugs og Maríu

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eiga von á barni í byrjun næsta árs. María tilkynnti óléttuna á samfélagsmiðlum og að þau ættu von á stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skyldan í Kaup­manna­höfn stækkar

Tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kára­son og unnusta hans Dórót­hea Jó­hann­es­dótt­ir eiga von á sínu öðru barni. Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. 

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr og Vignir eiga von á stúlku

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Vigni Þór Bollasyni, kírópraktor. Parið tilkynnti á samfélagsmiðlum í gær að von sé á stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Tinna Alavis eignaðist dreng

Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis hefur eignast dreng. Hún deildi gleðifregunum á samfélagsmiðlum í gær með fallegri mynd af syninum.

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst óléttir líkamar það fallegasta sem ég sé“

Hin lífsglaða ofurkona Sylvía Briem Friðjónsdóttir og Emil Þór Jóhannsson unnusti hennar eiga von á sínu þriðja barni á næstu vikum. Fyrir eiga þau tvo drengi, Sæmund og Hólmbert. Samhliða móðurhlutverkinu er Sylvía annar hlaðvarpsstjórnandi Normsins, athafnakona með meiru og áhrifavaldur.

Makamál
Fréttamynd

Bjöggi Takefusa bætir í stelpuhópinn

Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Björgólfur eina dóttur.

Lífið
Fréttamynd

„Uppáhalds matur strákanna“

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir deildi uppskrift að einföldu grænmetislasagna með fylgjendum sínum á Instagram. 

Lífið
Fréttamynd

Aron og Rita eiga von á barni

Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, Rita Stevens, kærasta hans, eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Lífið
Fréttamynd

„Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“

Athafnakonan Alexandra Helga Ívarsdóttir trúði ekki eigin augum þegar hún fékk jákvætt þungunarpróf eftir hún og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, höfðu reynt að eignast barn í sex ár. Loksins kom lítil stúlka.

Makamál
Fréttamynd

Anníe Mist ólétt

CrossFit-kempan Anníe Mist Þórisdóttir er ólétt af öðru barni sínu. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á barni

Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau hvort sinn soninn frá fyrri samböndum. 

Lífið
Fréttamynd

Fjölskylda Fjallsins stækkar loksins eftir þrjú ár af vonbrigðum

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans Kelsey Henson eiga von á sínu öðru barni saman. Aflraunamaðurinn greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram. Hjónin hafa verið opinská með það á samfélagsmiðlum hve erfitt það hefur verið þeim að eignast börn.

Lífið