Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Hitti Arnór á Anfield

Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri leið­togi nýrrar gullkynslóðar

„Þetta er virkilega góð tilfinning,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um valið á hans fyrsta leikmannahópi. Arnar kynnti 23 manna hópinn sem tekst á við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ómögu­legt fyrir Arnar að velja Gylfa

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, segir aðspurður um ákvörðun sína að velja Gylfa Þór Sigurðsson ekki í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, það nær ómögulegt fyrir sig að velja leikmann sem spilar á Íslandi í verkefni í mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri nýr fyrir­liði Ís­lands

Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar ó­vænt endur­koma Alberts gegn Þóri

Aðeins tólf dögum eftir að Albert Guðmundsson fór meiddur af velli, með brot í beini neðst í baki, er hann afar óvænt í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Lecce í kvöld, í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi

Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

U21-strákarnir í riðli með Frökkum

Dregið hefur verið í riðla fyrir undankeppni Evrópumóts U21-landsliða í fótbolta karla sem hefst í næsta mánuði. Ísland lenti meðal annars með sterku liði Frakka í riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með lands­liðið

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Fótbolti
Fréttamynd

„Hluti af mér sem per­sónu að hafa smá skap“

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur.

Fótbolti