Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Norska knattspyrnusambandið hótar TV 2 lögsókn

Noregur og Ísland mætast í lokaleik sínum í undankeppni HM á Ullevaal-leikvanginum á þriðjudaginn kemur. Norska knattspyrnusambandið hefur brugðist hart við þeirri ákvörðun TV2 sjónvarpsstöðvarinnar að sýna leikinn á hliðarrás. Forráðamenn sambandsins hafa gengið svo langt að hóta sjónvarpstöðinni lögsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sundsvall skellti toppliðinu

Íslendingaliðið Sundsvall komst í kvöld í annað sæti sænsku B-deildarinnar í knattspyrnu. Sundsvall vann þá góðan sigur á toppliði deildarinnar, Falkenberg.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik með glæsimark í Íslendingaslag

FC Kaupmannahöfn vann mikilvægan 2-1 sigur á Sönderjyske í fallbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Rúrik Gíslason skoraði fyrra mark FCK sem var 1-0 yfir í hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Gautaborg tapaði í Stokkhólmi

IFK Gautaborg tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um sænska meistaratitilinn í dag þegar liðið tapaði 2-1 jafntefli við Djurgården í Stokkhólmi. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir Gautaborg.

Fótbolti
Fréttamynd

AGF finnur sér nýjan Marka-Aron

Aron Jóhannsson sló í gegn hjá danska félaginu AGF á sínum tíma og var síðan seldur til hollenska liðsins AZ Alkmaar þar sem hann raðar inn mörkum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert gengur hjá Birki Má og félögum

Birkir Már Sævarsson og félagar í Brann töpuðu 0-1 á heimavelli á móti Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brann-liðið byrjaði tímabilið vel en hefur síðan hrunið niður töfluna enda aðeins búið að vinna tvo af síðustu tólf deildarleikjum sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 4-1 útisigur á botnliði Sunnanå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Kristianstad komst upp í sjöunda sætið með þessum sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Teitur gæti söðlað um

Knattspyrnuþjálfarinn Teitur Þórðarson á í viðræðum við norska knattspyrnufélagið Stördals-Blink um að taka við þjálfun liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fagnar þjálfaraskiptunum

Skúli Jón Friðgeirsson hefur verið úti í kuldanum hjá Elfsborg allt tímabilið en von er á bjartari tímum eftir að þjálfarinn var látinn taka pokann sinn í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ögmundur skall illa á stönginni

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram í knattspyrnu, varð fyrir meiðslum á fyrstu æfingu sinni með Sandnes Ulf í Noregi í dag þar sem hann er á reynslu.

Fótbolti
Fréttamynd

Slæmur dagur fyrir Íslendinga í Svíþjóð

Halmstad og Göteborg töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Guðjón Baldvinsson var í byrjunarliði Halmstad og Hjálmar Jónsson í liði Göteborg en Kristinn Steindórsson og Hjörtur Logi Valgarðsson sátu á bekknum alla leikina.

Fótbolti
Fréttamynd

Högmo tekur við Noregi

Per-Mathias Högmo verður næsti þjálfari karlalandsliðs Noregs í knattspyrnu. Tilkynnt verður um ráðninguna á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti