Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Á­ætlað verð­mæti þýfisins 43 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans.

Innlent
Fréttamynd

Fyrri áfallasaga rauður þráður hjá föngum

Alvarleg áföll sem leiddu til vímuefnavanda og neyslutengdra afbrota er rauður þráður í reynslu íslenskra kvenfanga samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Geðhjúkrunarfræðingur segir það koma heim og saman við sambærilegar rannsóknir erlendis.

Innlent
Fréttamynd

„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum

Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir karl­menn og kona á­kærð fyrir am­feta­mín­fram­leiðslu í Kjós

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað.

Innlent
Fréttamynd

Karl­menn lang­flestir ger­enda: Mikil fjölgun of­beldis­brota á árinu

Til­kynningar um of­beldis­brot voru um níu prósentum fleiri árið 2021 en síðustu þrjú ár á undan því sem nú er að líða. Lang­flest of­beldis­brota áttu sér stað á höfuð­borgar­svæðinu eða um 73 prósent. Fjöldi til­fella of­beldis af hendi maka eða fyrrum maka síðustu tvö árin hafa aldrei verið fleiri.

Innlent
Fréttamynd

Spice fer að narta í hælana á kanna­bisi hjá Foreldrahúsi

Aukning hefur orðið á neyslu ung­linga á eitur­lyfinu Spice á síðustu tveimur árum. Grunn­skólar hafa margir orðið varir við neyslu meðal nem­enda sinna en erfitt er að ná utan um um­fang vanda­málsins því krakkarnir eiga auð­velt með að fela hana.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta haldlagning á grasi í langan tíma á Íslandi

Þrjátíu kíló af marijúana voru haldlögð í tveimur töskum á vikutímabili á Keflavíkurflugvelli í desember. Þetta er langstærsta tilraun til innflutnings á þessum efnum á árinu, en innflutningur á grasi er almennt sjaldgæfur.

Innlent
Fréttamynd

Börn og eigin­kona fá bætur vegna hús­leitar

Landsréttur féllst á að greiða bæri konu, auk ólögráða barna hennar, bætur vegna húsleitar á heimili þeirra. Aðgerðir lögreglu beindust að eiginmanni konunnar en hann var þar að auki faðir barnanna, sem kröfðust bóta vegna aðgerða lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Nýr dómur gæti fært tilteknum hópi ökumanna réttindin á ný

Nýlegur dómur í Landsrétti þýðir að ökumenn sem hafa verið látnir sæta refsingu á grundvelli þess að tetrahýdrókannabínólsýru fannst í þvagi þeirra eiga að öðru jöfnu rétt á niðurfellingu refsingar sem hefur ekki verið framkvæmd, þar á meðal niðurfellingu sviptingu ævilangs ökuréttar.

Innlent
Fréttamynd

Mega skoða gögn á síma meints fíkniefnasala

Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mætti rannsaka gögn á síma manns sem grunaður er um sölu fíkniefna. Dómurinn segir lagaskilyrðum fullnægt og rökstuddur grunur sé fyrir því að eigandi símans sé fíkniefnasali og hafi gerst sekur um brot sem geti varðað fangelsisvist.

Innlent