Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skilorðsbundinn Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 15:27 Árni var gripinn við komuna til landsins. Vísir/Vilhelm Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að Árni hafi sjálfur verið eigandi efnisins og hafi ætlað það til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir dómi játaði Árni afdráttarlaust sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins á öllu efninu. Málið var þess vegna dómtekið án frekari sönnunarfærslu. Hefur snúið við blaðinu Í dóminum segir að Árni hafi einu sinni áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Árið 2021 hafi hann verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, umferðarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum og dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Hann hafi staðist það skilorð og því yrði ekki hróflað við því. Til refsihækkunar Árna horfi til þess að um sé að ræða umtalsvert magn af mjög sterku, kristölluðu metamfetamíni með afar mikla hættueiginleika auk áðurnefndrar eignar hans á efninu og áætlunum um söludreifingu. Á hinn bóginn horfi til refsilækkunar að Árni hafi játað brot sitt skýlaust og ekki verið óliðlegur við rannsókn lögreglu. Þá hafi brotið verið framið árið 2019, um fjórum árum fyrir þingfestingu málsins. Honum verði ekki kennt um drátt á rannsókn málsins. Loks segir í dóminum að Árni hafi verið í fastri vinnu í tvö ár og samkvæmt vottorði vinnuveitanda hans hafi hann staðið sig með miklum sóma og þyki áreiðanlegur, heiðarlegur og duglegur einstaklingur sem eigi sér bjarta framtíð hjá fyrirtækinu. Þá sé hann fráskilinn tveggja barna faðir og hafi umsjá með börnunum aðra hvora viku. Sérstakar aðstæður réttlæta frestun refsingar Með vísan til framangreinds mat dómurinn refsingu Árna hæfilega ákveðna þriggja ára fangelsisvist. „Að öllu jöfnu kæmi ekki til álita að skilorðsbinda þá refsingu. Þegar hins vegar er litið til þess mikla dráttar sem orðið hefur á rannsókn máls og útgáfu ákæru, sem ákærða verður ekki kennt um, sem og þess að ákærði virðist hafa snúið við blaðinu; er kominn í fasta vinnu og ber ábyrgð á uppeldi tveggja barna, þykir eins og hér stendur sérstaklega á og með vísan til nefndra mannréttindaákvæða mega ákveða að fresta fullnustu dæmdrar refsingar þannig að hún falli niður að liðnum fimm árum frá dómsuppsögu,“ segir í dóminum. Þá var Árni dæmdur til að greiða 900 þúsund krónur í sakarkostnað, þar af 392 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira