Willum Þór með afglæpavæðinguna á ís Jakob Bjarnar skrifar 27. apríl 2023 15:01 Willum Þór gat huggað Sigmund Davíð, sem hefur áhyggjur af afglæpavæðingunni, að hún sé nú rædd fram og til baka í starfshópi og ekki standi til að leggja fram frumvarp þar um á yfirstandandi þingi. vísir/vilhelm Willum Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra upplýsti á þinginu fyrr í dag að hann hefði ákveðið að leggja ekki fram fyrirhugað frumvarp um afglæpavæðingu að svo stöddu. Ástæðan er í stórum dráttum sú að ekki hefur náðst samstaða um málið á þinginu og ólík sjónarmið eru uppi. Málið er nú enn og áfram til umræðu í starfshópi. Alvarlegt ástand meðal ungmenna vegna ópíðóðafaraldurs og dauðsföllum ungmenna sem þeirra efna hafa neytt hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu. „Þetta er hins vegar eilítið snúið“ Málið var rætt á þingi í dag í fyrirspurnartíma og var Willum Þór til svara. Einn þeirra sem beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Hann notaði tækifærið, en Miðflokkurinn hefur verið afar andsnúinn því að breytt verði um stefnu í fíknefnamálum og spurði ráðherra hreint út: „Mun hæstvirtur ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstvirtur ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?“ Svör Willum Þórs voru ekki eins kvitt og klár og spurning fyrirspyrjanda gaf ef til vill tilefni til. Fram kom að hann hafi sett frumvarp sitt á ís. Hann þakkaði Sigmundi Davíð fyrir að ræða þennan „tiltekna þátt sem við höfum kallað afglæpavæðingu og snýr að því að við séum raunverulega — og hugmyndafræðin í því er að mínu viti góð, svo ég segi það hreint út — að þjónusta veikt fólk en refsum því ekki. Þetta er hins vegar eilítið snúið,“ sagði Willum Þór. Málið rætt fram og til baka í starfshópi Ráðherra rifjaði upp að þingheimur hafi rætt þetta mál og ólík sjónarmið. „Því að það á sér fjölmarga anga eins og háttvirtur þingmaður þekkir og veit og kom meðal annars inn á hér, og það hefur ekki náðst sátt um þetta í þinginu. Ég beið því með að koma með frumvarpið inn í þingið eins og upphaflega stóð til, af því að þetta frumvarp lá fyrir, og stofnaði starfshóp með öllum aðilum og notendum.“ Willum greindi frá því að í þeim hópi, sem hefur fjallað um þetta á tíu fundum, hafi þessi ólíku sjónarmið eins og hér á þingi og það hefur ekki náðst sátt um það. „Til að mynda hvernig skilgreining slíkra neysluskammta gæti verið og aðrar afleiðingar af því að breyta lögum í þá átt. Hins vegar hefur það birst í gegnum fundina með þessum fjölmörgu aðilum sem þekkja vel til málaflokksins, og það hefur verið þróunin erlendis, að fara bara í að horfa á skaðaminnkun í heild sinni. Þannig að ég er að taka þennan hóp áfram.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. 27. apríl 2023 11:30 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. 25. apríl 2023 14:02 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ástæðan er í stórum dráttum sú að ekki hefur náðst samstaða um málið á þinginu og ólík sjónarmið eru uppi. Málið er nú enn og áfram til umræðu í starfshópi. Alvarlegt ástand meðal ungmenna vegna ópíðóðafaraldurs og dauðsföllum ungmenna sem þeirra efna hafa neytt hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu. „Þetta er hins vegar eilítið snúið“ Málið var rætt á þingi í dag í fyrirspurnartíma og var Willum Þór til svara. Einn þeirra sem beindi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. Hann notaði tækifærið, en Miðflokkurinn hefur verið afar andsnúinn því að breytt verði um stefnu í fíknefnamálum og spurði ráðherra hreint út: „Mun hæstvirtur ráðherra halda sig við lögleiðingu fíkniefna eða afglæpavæðingu, eins og það er kallað í fegrunarskyni, við þessar aðstæður? Óhjákvæmilega mun það leiða til aukins aðgengis, aukins sýnileika fíkniefna, lægri þröskulda, minni hindrana á neyslu slíkra efna. Getur hæstvirtur ráðherra staðfest það núna við þingið að horfið verði frá þeim áformum?“ Svör Willum Þórs voru ekki eins kvitt og klár og spurning fyrirspyrjanda gaf ef til vill tilefni til. Fram kom að hann hafi sett frumvarp sitt á ís. Hann þakkaði Sigmundi Davíð fyrir að ræða þennan „tiltekna þátt sem við höfum kallað afglæpavæðingu og snýr að því að við séum raunverulega — og hugmyndafræðin í því er að mínu viti góð, svo ég segi það hreint út — að þjónusta veikt fólk en refsum því ekki. Þetta er hins vegar eilítið snúið,“ sagði Willum Þór. Málið rætt fram og til baka í starfshópi Ráðherra rifjaði upp að þingheimur hafi rætt þetta mál og ólík sjónarmið. „Því að það á sér fjölmarga anga eins og háttvirtur þingmaður þekkir og veit og kom meðal annars inn á hér, og það hefur ekki náðst sátt um þetta í þinginu. Ég beið því með að koma með frumvarpið inn í þingið eins og upphaflega stóð til, af því að þetta frumvarp lá fyrir, og stofnaði starfshóp með öllum aðilum og notendum.“ Willum greindi frá því að í þeim hópi, sem hefur fjallað um þetta á tíu fundum, hafi þessi ólíku sjónarmið eins og hér á þingi og það hefur ekki náðst sátt um það. „Til að mynda hvernig skilgreining slíkra neysluskammta gæti verið og aðrar afleiðingar af því að breyta lögum í þá átt. Hins vegar hefur það birst í gegnum fundina með þessum fjölmörgu aðilum sem þekkja vel til málaflokksins, og það hefur verið þróunin erlendis, að fara bara í að horfa á skaðaminnkun í heild sinni. Þannig að ég er að taka þennan hóp áfram.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir „Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00 Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. 27. apríl 2023 11:30 Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01 Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. 25. apríl 2023 14:02 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Það vantar svo sannarlega fleiri úrræði fyrir fólk með fíknivanda“ Skortur er á fjölbreyttum úrræðum fyrir fólk með fíknivanda segir heimilislaus maður sem glímt hefur við fíknivanda í fjölmörg ár. Fíknisjúkdómi fylgi skömm og sektarkennd og hann þurfi að meðhöndla í öruggu umhverfi. 27. apríl 2023 13:00
Fíkn, geðheilbrigði og ráðherrar sem tala ekki saman Þegar okkur mistekst ætlunarverk okkar þurfum við að setjast niður og finna nýtt leikskipulag, hvort sem er í einkalífi okkar, við leik og störf eða rekstur samfélags. 27. apríl 2023 11:30
Óttast að dauðsföllum vegna ópíóða fjölgi til muna Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 26. apríl 2023 21:01
Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. 25. apríl 2023 14:02