Erlend sakamál Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Erlent 4.1.2023 09:10 Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51 Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 2.1.2023 11:53 Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. Erlent 2.1.2023 08:43 Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. Erlent 31.12.2022 09:45 Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Erlent 26.12.2022 14:30 Pyntingameistari einræðisstjórnar fangelsaður Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð. Erlent 22.12.2022 14:06 Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. Erlent 22.12.2022 12:38 Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Lögregla í Kanada hefur ákært átta unglingsstúlkur fyrir morð á tæplega sextugum heimilislausum manni í Toronto um helgina. Þær eru sakaðar um að hafa stungið manninn til bana. Erlent 21.12.2022 11:27 Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. Erlent 20.12.2022 10:17 Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Erlent 15.12.2022 07:52 Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Erlent 14.12.2022 07:01 Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. Erlent 29.11.2022 15:00 Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. Erlent 22.11.2022 08:29 55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Erlent 19.11.2022 16:30 Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. Erlent 18.11.2022 16:22 Carew dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik John Carew, fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í fótbolta, hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir gróf skattsvik. Auk þess þarf hann að greiða háa sekt. Fótbolti 16.11.2022 11:30 Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Erlent 11.11.2022 13:39 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. Erlent 10.11.2022 21:40 Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Erlent 29.10.2022 14:01 Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Erlent 26.10.2022 17:47 Finnskur fjöldamorðingi á flótta handtekinn Lögregla í Finnlandi handtók í gærkvöldi fangann Juha Valjakkala eftir að hann hafði flúið úr opnu fangelsi. Valjakkala var handtekinn eftir að ábendingar bárust frá almenningi. Erlent 26.10.2022 08:02 Dæmdur fyrir að nauðga konu og skilja hana eftir í djúpri holu Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt 41 árs karlmann, Taher Amini, í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar fyrir að hafa nauðgað konu og ýtt henni ofan 24 metra djúpa í holu á námuvinnslusvæði eftir að hún hafði hafnað bónorði hans. Konan hafði legið fótbrotin í holunni í tvo sólarhringa þegar hún fannst. Erlent 21.10.2022 11:40 Telja sig hafa fundið morðingjann Lögreglan í París telur sig hafa handtekið konuna sem myrti Lolu, tólf ára stelpu, í borginni á föstudaginn. Konan sást á öryggismyndavélum fjölbýlishússins sem Lola bjó í en talið er að hún sé alvarlega veik á geði. Erlent 18.10.2022 07:59 Telja sig hafa gómað raðmorðingjann Lögreglan í Stockton í Kaliforníu tilkynnti í dag að hún hefði handtekið mann sem grunaður er um sex morð á síðustu þremur mánuðum. Erlent 16.10.2022 23:53 Mafíusögur 2022: „Er einhver frægur kominn hingað?“ Það er yfir þrjátíu stiga hiti á paradísareyjunni Ustica, en hún er í ríflega klukkustundar siglingafjarlægð frá Palermo á Sikiley. Lífið 16.10.2022 08:00 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. Erlent 13.10.2022 19:39 Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. Erlent 13.10.2022 00:04 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Erlent 12.10.2022 20:22 Adnan Syed hreinsaður af sök Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. Erlent 12.10.2022 08:00 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 23 ›
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Erlent 4.1.2023 09:10
Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51
Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 2.1.2023 11:53
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. Erlent 2.1.2023 08:43
Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum. Erlent 31.12.2022 09:45
Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Erlent 26.12.2022 14:30
Pyntingameistari einræðisstjórnar fangelsaður Dómstóll í Argentínu dæmdi fyrrverandi lögreglumann í fimmtán ára fangelsi fyrir að ræna og pynta námsmann í tíð herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar. Lögreglumaðurinn starfaði í alræmdri pyntingastöð. Erlent 22.12.2022 14:06
Unglingsstúlkur sem stungu mann fyrir áfengisflösku til rannsóknar vegna fleiri árása Saksóknarar í Toronto í Kanada hafa ákært átta táningsstúlkur fyrir að stinga 59 ára gamlan mann til bana. Stúlkurnar eru þrettán til sextán ára gamlar og voru að reyna að ná áfengisflösku af vinkonu mannsins. Erlent 22.12.2022 12:38
Átta unglingsstúlkur ákærðar fyrir morð á heimilislausum manni Lögregla í Kanada hefur ákært átta unglingsstúlkur fyrir morð á tæplega sextugum heimilislausum manni í Toronto um helgina. Þær eru sakaðar um að hafa stungið manninn til bana. Erlent 21.12.2022 11:27
Dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku fyrir tæpum fimmtíu árum Breskur maður hefur verið dæmdur fyrir að nauðga og myrða fimmtán ára stúlku, nærri því fimmtíu árum eftir að mál gegn honum var fellt niður. Ný greining á lífsýnum sem tekin voru þegar Jacqueline Montgomery var myrt sýndi fram á sekt Dennis McGory. Erlent 20.12.2022 10:17
Tom Hanks var einnig á „dauðalista“ árásarmanns Pelosi Maðurinn sem sakaður er um að hafa ráðist á eiginmann Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, með hamri í lok október ætlaði sér einnig að ráðast á fleiri þekkta einstaklinga. Í hóp þeirra var bandaríski stórleikarinn Tom Hanks. Erlent 15.12.2022 07:52
Íslenskur nuddari ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada Fimmtugur íslenskur karlmaður, Guðbjartur Haraldsson hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í Kanada. Samkvæmt fréttum þarlendra miðla hefur Guðbjartur starfað sem nuddari í Surrey borg í nágrenni Vancouver í Bresku Kólumbíu. Hann er ákærður fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu sem sótti hjá honum meðferð. Erlent 14.12.2022 07:01
Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. Erlent 29.11.2022 15:00
Tæklaði árásarmanninn en tapaði tengdasyninum Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni. Erlent 22.11.2022 08:29
55 barna móðir lét myrða eiginmann sinn Söngkona, leikkona, prestur, þingmaður og 55 barna móðir í Brasilíu hefur verið dæmd til 50 ára fangelsisvistar fyrir að fá tvo syni sína til að myrða eiginmann sinn. Erlent 19.11.2022 16:30
Telja raðmorðingja vera á ferð um Rómarborg Lögreglan í Rómarborg á Ítalíu telur að raðmorðingi beri ábyrgð á dauða þriggja kvenna sem fundust látnar í vikunni. Konurnar þrjár voru allar vændiskonur af erlendum uppruna. Erlent 18.11.2022 16:22
Carew dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik John Carew, fyrrverandi landsliðsmaður Noregs í fótbolta, hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir gróf skattsvik. Auk þess þarf hann að greiða háa sekt. Fótbolti 16.11.2022 11:30
Eftirlýstur flóttamaður þóttist vera írskur munaðarleysingi Sannað hefur verið fyrir skoskum dómstólum að karlmaður sem kvaðst vera írskur munaðarleysingi er í raun Bandaríkjamaður á flótta undan réttvísinni. Dómstóll í Edinborg komst að þessari niðurstöðu í vikunni. Erlent 11.11.2022 13:39
Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. Erlent 10.11.2022 21:40
Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna. Erlent 29.10.2022 14:01
Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. Erlent 26.10.2022 17:47
Finnskur fjöldamorðingi á flótta handtekinn Lögregla í Finnlandi handtók í gærkvöldi fangann Juha Valjakkala eftir að hann hafði flúið úr opnu fangelsi. Valjakkala var handtekinn eftir að ábendingar bárust frá almenningi. Erlent 26.10.2022 08:02
Dæmdur fyrir að nauðga konu og skilja hana eftir í djúpri holu Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt 41 árs karlmann, Taher Amini, í lífstíðarfangelsi og til brottvísunar fyrir að hafa nauðgað konu og ýtt henni ofan 24 metra djúpa í holu á námuvinnslusvæði eftir að hún hafði hafnað bónorði hans. Konan hafði legið fótbrotin í holunni í tvo sólarhringa þegar hún fannst. Erlent 21.10.2022 11:40
Telja sig hafa fundið morðingjann Lögreglan í París telur sig hafa handtekið konuna sem myrti Lolu, tólf ára stelpu, í borginni á föstudaginn. Konan sást á öryggismyndavélum fjölbýlishússins sem Lola bjó í en talið er að hún sé alvarlega veik á geði. Erlent 18.10.2022 07:59
Telja sig hafa gómað raðmorðingjann Lögreglan í Stockton í Kaliforníu tilkynnti í dag að hún hefði handtekið mann sem grunaður er um sex morð á síðustu þremur mánuðum. Erlent 16.10.2022 23:53
Mafíusögur 2022: „Er einhver frægur kominn hingað?“ Það er yfir þrjátíu stiga hiti á paradísareyjunni Ustica, en hún er í ríflega klukkustundar siglingafjarlægð frá Palermo á Sikiley. Lífið 16.10.2022 08:00
Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. Erlent 13.10.2022 19:39
Sögð hafa gert tilraun til þess að myrða sama nýburann fjórum sinnum Þriðji dagur réttarhalda yfir breska hjúkrunarfræðingnum Lucy Letby fóru fram í dag. Letby er sökuð um að hafa myrt sjö nýbura og gert tilraun til þess að myrða tíu til viðbótar á nýburadeild spítala sem hún vann á. Verknaðurinn er sagður hafa átt sér stað á milli júní 2015 og 2016. Erlent 13.10.2022 00:04
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. Erlent 12.10.2022 20:22
Adnan Syed hreinsaður af sök Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. Erlent 12.10.2022 08:00