Grunaður árásarmaður hét Thomas Matthew Crooks Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júlí 2024 07:38 Trump segir að skot hafi hæft sig í eyrað. Getty Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í gær hét Thomas Matthew Crooks og var tvítugur. Leyniþjónusta Bandaríkjanna drap Crooks skömmu eftir að hann hleypti af nokkrum skotum sjálfur. Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Árásin átti sér stað á kosningafundi í bænum Butler í Pennsylvaníu ríki í gærkvöldi. Þegar forsetinn fyrrverandi var að halda ræðu mátti heyra nokkra skothvelli. Í kjölfarið snöggbeygði Trump sig á meðan öryggisverðir skýldu honum. Trump segist sjálfur hafa verið skotinn í eyrað, og þá lést einn í árásinni og tveir aðrir eru særðir. Líkt og áður segir var grunaður árásarmaður drepinn af skyttum bandarísku leyniþjónustunnar. Sjá nánar: Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás „Alríkislögreglan hefur borið kennsl á Thomas Matthew Crooks, tvítugan mann frá Bethel Park í Pennsylvaníuríki sem viðfangið viðriðið morðtilræðið gagnvart Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta þann 13. júlí í Butler í Pennslylvaníu. Rannsóknin er enn yfirstandandi,“ segir í yfirlýsingu bandarísku alríkislögreglunnar FBI vegna málsins. Mynd frá vettvangi.Getty Crooks er sagður hafa komið sér fyrir á þaki í um 120 metra fjarlægð frá sviðinu á kosningafundinum sem var utan afgirts öryggissvæðis. Hann er talinn hafa notast við hálfsjálfvirkan rifill við árásina. CBS hefur eftir tveimur vitnum á vettvangi að þau hafi séð til árásarmannsins með rifill nokkrum mínútum fyrir árásina og gert lögreglu eða leyniþjónustunni viðvart. Crooks átti ekki sakaferil að baki miðað við réttargögn í Pennsylvaníu, að sögn New York Times. Skráður Repúblikani en gaf Demókrötum nokkra dollara New York Post segir að Crooks hafi verið skráður í Repúblikanaflokkinn, flokk Trumps. Ekki er vitað hvert tilefni eða ástæða árásarinnar var að svo stöddu. Þó minnist CNN á að Crooks hafi gefið samtökum sem styðja við Demókrataflokkinn fimmtán dollara í janúar 2021. Líkt og áður segir var Crooks tvítugur. Komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum hefðu verið þær fyrstu sem hann var með kosningarétt. Faðirinn reynir að átta sig CNN náði tali af föður Crooks, Matthew Crooks. Hann sagðist vera að reyna að átta sig á því hvað „í andskotanum væri í gangi.“ Hann ætlaði þó að bíða með að ræða um son sinn þangað til hann væri búinn að ræða við lögreglu. Samkvæmt New York Times lokaði lögreglan öllum leiðum að heimili fjölskyldu Crooks í Bethel, sem er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Butler þar sem árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent