Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 08:10 Rasheed var handtekinn eftir ábendingar frá Interpol og yfirvöldum í Bandaríkjunum. Getty Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu. Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC. Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC.
Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira