Fjöldamorðingi í My Lai látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 11:48 Bandarískur hermaður brennir hús í My Lai í Víetnam 16. mars 1968. Hundruð varnarlausra þorpsbúa voru myrtir og pyntaðir þegar hermenn í leit að liðsmönnum Víetkong gengu þar berserksgang. Vísir/Getty Bandarískur liðsforingi úr Víetnamstríðinu sem var sá eini sem var látinn sæta ábyrgð á fjöldamorðinu alræmda í þorpinu My Lai er látinn, áttræður að aldri. Bandarískir hermenn drápu hundruð óbreyttra borgara í My Lai, þar á meðal konur og börn. William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan. Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
William L. Calley yngri var fundinn sekur um að myrða að minnsta kosti 22 óbreytta borgara og dæmdur í lífstíðarhegningarvinnu árið 1971, þremur árum eftir fjöldamorðið sem flokksdeild hans framdi að morgni 16. mars 1968. Hann varði þremur árum í stofufangelsi en var síðan sleppt. Calley lét ekki mikið fyrir sér fara eftir það og hafnaði ítrekað viðtalsbónum. Washington Post staðfesti aðeins andlát hans með því að fá afrit af dánarvottorði hans eftir að blaðinu barst ábending um að Calley væri látinn. Bandaríkjaher hylmdi lengi framan af yfir atburðina í My Lai og lýsti aðgerðinni þar sem vel heppnaðri og reiðarslagi fyrir Víetkonghersveitirnar. Þyrlustórskotaliði sem var ekki sjálfur vitni að þeim en heyrði af því sem hafði gerst kannaði málið og sendi stjórnmálamönnum og yfirmönnum hersins bréf með upplýsingum sem leiddu til opinberrar rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var að bandarískir hermenn hefðu myrt 347 manns í My Lai. Víetnömsk yfirvöld telja aftur á móti að 504 hafi verið drepnir. Calley og fleiri hermenn skutu og stungu þorpsbúa með byssustingjum og brenndu heimili. Konum og stúlkum var sumum hópnauðgað áður en þær voru myrtar. Vitni lýstu því að Calley hefði skotið búddistamunk sem lá á bæn og að þegar hann sá ungan dreng reyna að skríða upp úr skurði hafi hann hrint drengnum aftur ofan í og skotið hann. Þrátt fyrir að tugir hermanna hafi upphaflega verið sakaðir um morð í My Lai var William Calley sá eini sem var sakfelldur vegna þess.Vísir/Getty Sagðist iðrast gjörða sinna Herdómstóll hafnaði upphaflega málsvörn Calley um að hann hafi aðeins fylgt skipunum yfirmanns síns. Calley naut samúðar fjölda Bandaríkjamanna sem taldi að hann hefði verið gerður að blóraböggli. Á endanum var refsing hans milduð á þeim forsendum að hann hefði trúað í einlægni að hann fylgdi skipunum og að hann hefði ekki vitað að honum bæri skylda til þess að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Mál gegnum öðrum hermönnum, þar á meðal yfirboðurum Calley, fjöruðu út eða voru felld niður. Calley sagði iðrast gjörða sinna þótt hann endurtæki að hann hefði aðeins fylgt skipunum á fundi Kíwanisklúbbs árið 2009. „Það líður ekki sá dagur að ég iðrist ekki þess sem gerðist þennan dag í My Lai. Ég iðrast vegna þeirra Víetnama sem voru drepnir, vegna fjölskyldna þeirra, vegna bandarísku hermannanna sem tóku þátt og fjölskyldna þeirra. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hnan.
Bandaríkin Víetnam Hernaður Andlát Erlend sakamál Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira