Samkvæmt CNN í Grikklandi eru þessir tveir árásarmenn á fertugsaldri. Minna er vitað um hina tvo. Í grískum fjölmiðlum er þeim lýst sem „blóðheitum“.
Íslenska konan er 41 árs gömul, maðurinn sem er af kanadísk-grískum uppruna er enn á sjúkrahúsi og er 49 ára gamall. Tveir synir þeirra eru 21 og 18 ára.
Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Málið virðist hafa vakið athygli í Grikklandi, en Olgas Kefalogiannis, ráðherra ferðamála í Grikklandi, er sagður hafa spurt út sjúkrahúsið út í líðan mannsins.
Samkvæmt gríska miðlinum Cretelive er maðurinn sagður með áverka á höfði, einkum á kjálka. Talið er að hann muni fara í aðgerð á kjálka á morgun.
Fjölskyldan, sem elski Krít og heimsæki eyjuna að minnsta kosti tvisvar á ári, er sögð í áfalli vegna árásarinnar.
Cretelive hefur eftir fjölskyldunni að þau hafi verið saman á umræddum bar á aðalgötu Heraklíon. Fjölskyldufaðirinn og einn sonurinn eru sagðir hafa verið eftir á barnum til að borga reikninginn og maður úr stærri hópi hafi óvart brennt hann með sígarettu.
Faðirinn hafi brýnt vinalega fyrir honum að það væri ekki í lagi. En þá hafi árásin hafist. Árásarmennirnir hafi ráðist á föðurinn og soninn, síðan móðurina og einnig fjórtán ára stúlku sem reyndi grípa inn í og stöðva árásina.
Skelfing braut um sig og lögreglan var kölluð til en árásarmönnunum tókst að hlaupa undan.