Felldi tár þegar málinu var vísað frá Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 07:54 Máli Alec Baldwin hefur verið vísað frá dómi. EPA Máli á hendur bandaríska leikaranum Alec Baldwin, þar sem hann var sakaður um manndráp af gáleysi, hefur verið vísað frá dómi. Réttarhöld í málinu hófust í vikunni en lauk í gærkvöldi þegar dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Málið varðar kvikmyndatökumanninn Halyna Hutchins sem lést eftir að skot hljóp af byssu Baldwins á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. WATCH: Actor Alec Baldwin broke down into tears Friday evening after his case was dismissed in the fatal shooting of a cinematographer on the "Rust" set in 2021.MORE: https://t.co/IBq3h8TSSI pic.twitter.com/v3EfbbAgcE— The National Desk (@TND) July 12, 2024 Í ljós kom að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Dómari í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði visvítandi komið í veg fyrir að Baldwin og verjendur hans hefðu aðgang að lykilsönnunargögnum er varða skotfærin. Því var máli Baldwins vísað frá dómi. Þar að auki úrskurðaði dómarinn að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný. Baldwin felldi tár og faðmaði verjanda sinn og síðan eiginkonu sína Hilariu Baldwin, þegar dómarinn las þessa niðurstöðu sína. Alec Baldwin faðmar eiginkonu sína Hilariu Baldwin.EPA Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Málið varðar kvikmyndatökumanninn Halyna Hutchins sem lést eftir að skot hljóp af byssu Baldwins á tökustað myndarinnar Rust árið 2021. WATCH: Actor Alec Baldwin broke down into tears Friday evening after his case was dismissed in the fatal shooting of a cinematographer on the "Rust" set in 2021.MORE: https://t.co/IBq3h8TSSI pic.twitter.com/v3EfbbAgcE— The National Desk (@TND) July 12, 2024 Í ljós kom að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu hafði ruglast á gerviskotfærum og raunverulegum skotum. Hún hlaut átján mánaða fangelsisdóm fyrir sinn þátt í dauðsfallinu. Dómari í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði visvítandi komið í veg fyrir að Baldwin og verjendur hans hefðu aðgang að lykilsönnunargögnum er varða skotfærin. Því var máli Baldwins vísað frá dómi. Þar að auki úrskurðaði dómarinn að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný. Baldwin felldi tár og faðmaði verjanda sinn og síðan eiginkonu sína Hilariu Baldwin, þegar dómarinn las þessa niðurstöðu sína. Alec Baldwin faðmar eiginkonu sína Hilariu Baldwin.EPA
Byssuskot Alecs Baldwin Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira