Játar að hafa stungið þrjá til bana og sært fleiri í Solingen Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. ágúst 2024 12:32 Blómum og kertum hefur verið safnað saman í Solingen fyrir þau sem særðust og létust í árásinni. DPA/Thomas Banneyer Sýrlenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa stungið þrjá til bana og sært átta aðra, þar af fjóra alvarlega á bæjarhátíð í þýsku borginni Solingen á föstudagskvöld. Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Maðurinn er í haldi lögreglu en hann gaf sig sjálfur fram. Samkvæmt frétt AP er maðurinn umsækjandi um alþjóðlega vernd í Þýskalandi og árásin rannsökuð sem hryðjuverk. Saksóknarar segja manninn vera til rannsóknar vegna gruns um morð, morðtilraun og aðild að erlendum hryðjuverkasamtökum. Hinn grunaði á að mæta fyrst fyrir dómara síðar í dag. Lýsa yfir ábyrgð á árásinni Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær án þess að leggja fram gögn því til stuðnings og hafa tengsl samtakanna og mannsins ekki verið staðfest. Að sögn samtakanna var árásin gerð „til að hefna múslima í Palestínu og á öllum stöðum.“ Þýska fréttaveitan Dpa hefur samkvæmt ónefndum heimildarmönnum að kröfu mannsins um hæli hafi verið hafnað og til staðið að vísa honum úr landi á síðasta ári. Tveir karlmenn á aldrinum 67 og 57 ára og 56 ára kona létust í árásinni en lögreglan sagði í gær að fjórir aðrir væru í lífshættu. Vopnaðir lögreglumenn nærri staðnum þar sem maður stakk fólk í Solingen í Vestur-Þýskalandi 23. ágúst 2024.AP/Gianni Gattus/dpa Leituðu víða að árásarmanninum Umfangsmikil leit stóð yfir að árásarmanninum á föstudag og í gær og náði hún út fyrir borgarmörk Solingen. Lögregla hefur áður greint frá því að skortur á upplýsingum um útlit hans hafi hindrað leitina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbæ Solingen á afmælishátíð borgarinnar í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma á föstudag fyrir framan tónleikasvið. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við mannlegan fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen en borgin er staðsett milli Düsseldorf og Köln.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01 Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22 Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sjá meira
Fimmtán ára handtekinn í tengslum við stunguárásina í Solingen Fimmtán ára ungmenni hefur verið handtekið af þýsku lögreglunni í tengslum við hnífaárás í borginni Solingen í gærkvöldi þar sem þrír létust og átta særðust, þar af fjórir mjög alvarlega. 24. ágúst 2024 13:01
Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. 24. ágúst 2024 09:22
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02