Framhaldsskólar

Fréttamynd

Um­mæli Kol­brúnar blaut tuska í and­lit ung­menna

Annar framhaldsskólanemi sem veitti umsögn fyrir menntamálanefnd á frumvarpi um grunnskólamat sem samþykkt var í gær segir ummæli Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur blauta tusku í andlit ungs fólks sem vilji taka þátt í lýðræðislegri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Engu slaufað

Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt.

Skoðun
Fréttamynd

„Erum ekki dúkkur sem Snorri getur sagt fyrir verkum“

Þær Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf og Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir furða sig mjög á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns Flokks fólksins og telja sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi ætlað minnihlutanum.

Innlent
Fréttamynd

„Fal­legur dagur“ fyrir út­skrift

Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn greip í saxófóninn

Alls útskrifuðust 175 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu um helgina. Kristinn Rúnar Þórarinsson, dúx skólans af stúdentsbraut, lauk einnig námi af húsamiðabraut auk þess að spila á saxófón við útskriftina.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðast að læra ís­lenskuna

Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn í Kvennó úr ó­væntri átt

Mikil gleði ríkti í Háskólabíó síðastliðinn föstudag þegar 209 nýstúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn. Dúx skólans var Grímur Gunnhildarson Einarsson með einkunnina 9,69 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem dúx kemur af félagsvísindabraut.

Innlent
Fréttamynd

Kennum inn­flytj­endum ís­lensku!

Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð.

Skoðun
Fréttamynd

Úr Kvenna­skólanum í píparann

Fjölbreyttur hópur nemenda brautskráðist frá Tækniskólanum í gær þegar 521 nemandi útskrifaðist af 34 ólíkum námsbrautum. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari fjallaði um gróskumikið starf skólans á liðnu ári í ræðu sinni, og nefndi góðan árangur nemenda skólans á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í marsmánuði þar sem skólinn eignaðist 11 Íslandsmeistara.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn fjarri góðu gamni

Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár er­lendar stúlkur með hæstu ein­kunn í FÁ

Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt ís­lenskt hundaleikfang slær í gegn

Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar.

Lífið
Fréttamynd

Verzló vann MORFÍs

Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund.

Lífið
Fréttamynd

Birgir Guð­jóns­son er látinn

Birgir Guðjónsson, stærðfræðikennari við Menntaskólann í Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sumardagsins fyrsta, 24. apríl síðastliðinn, 68 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklinga­vængjum

Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Rafmennt í sam­starf og kaupir eignir þrota­búsins

Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 

Innlent
Fréttamynd

Horft til ein­kunna og annarra þátta við inn­ritun í fram­halds­skóla

Í umræðum um frumvarp mitt um breytingar á lögum um framhaldsskóla sem nú liggur fyrir Alþingi hefur gætt nokkurs misskilnings. Frumvarpið tekur til margra þátta í rekstri framhaldsskóla enda hafa þau lög ekki verið uppfærð frá árinu 2008. Síðan þá hafa miklar breytingar átt sér stað í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Rétta leiðin til endur­reisnar mennta­kerfisins?

Óskaplegt moldviðri virðist nú í uppsiglingu vegna fyrirhugaðrar lagabreytingar mennta- og barnamálaráðherra, sem á að gera framhaldsskólum auðveldara að líta til annarra þátta en námsárangurs þegar ákveðið er hvaða nemendur fái inngöngu í skólana.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er bara ör­væntingar­full“

Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn.

Innlent