Grunnskólar

Fréttamynd

Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki

Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í.

Innlent
Fréttamynd

Um vanda stúlkna í skólum

Ef marka má umræður er einn meginvandi íslenskra skóla sá að stúlkur ná meiri námsárangri en drengir. Að minnsta kosti er þetta eitt meginstef tiltekinna afla sem fara nú mikinn í fjölmiðlum (hafa raunar ekki verið í svona samstilltu átaksverkefni síðan þorri þeirra reið á vaðið til að reyna að hindra að ókeypis skólamáltíðir yrðu að veruleika).

Skoðun
Fréttamynd

Gríðar­legur árangur af nýrri nálgun í grunn­skóla Vest­manna­eyja

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í grunnskóla Vestmannaeyja frá frá árinu 2021, og árangurinn hefur verið mjög góður. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri segir að uppbyggingu skóladagsins hafi verið mikið breytt. Meðal annars sé hreyfing fyrrihluta hvers dags, og eftir hádegi séu ástríðutímar þar sem nemendur velja sér viðfangsefni. Enginn mælanlegur munur er nú milli drengja og stúlkna.

Innlent
Fréttamynd

Vill gera smokkinn sexí aftur

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskólans í Reykjavík segir áríðandi að gera smokka sexí aftur. Auk þess þurfi að tryggja betra aðgengi að þeim. Í gær var greint frá því að fjölgun hefði orðið í greiningum kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir segir það mögulega tengjast minni notkun smokksins og breyttri kynhegðun ungs fólks.

Innlent
Fréttamynd

Met­að­sókn er­lendra ríkis­borgara í fram­halds- og há­skólanám

Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf barna enn að dragast saman

Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021.

Innlent
Fréttamynd

Gera út­tekt á mat í skólum Ár­borgar: Gjörunnin mat­væli þrisvar í viku

Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sveitarfélagið að gera ýmsar ráðstafanir vegna bágrar fjárhagsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Sterkari grunn­skóli með gjald­frjálsum skóla­mál­tíðum

Samkvæmt upplýsingum frá umboðsmanni barna hefur töluvert verið rætt um skólamál og skólamáltíðir á barnaþingum liðinna ára. Áhersla barnanna sjálfra hefur þar verið lögð á að hollur og góður matur eigi að vera ódýrari og að boðið sé upp á fjölbreyttara og betra fæði í skólanum. 

Skoðun
Fréttamynd

Borgin sendi ömur­leg skila­boð út í sam­fé­lagið

Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum.

Innlent
Fréttamynd

Reyk­víkingur ársins fann fyrir pressu á ár­bakkanum

Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Kennari í Breið­holti er Reyk­víkingur ársins

Marta Wieczorek, grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla í Breiðholti og aðstoðarskólastjóri við Pólska skólann, er Reykvíkingur ársins 2024. Henni er lýst sem fagmanneskju fram í fingurgóma. Hún segir útnefninguna hafa komið mjög á óvart og þakkar skilningsríkri fjölskyldu stuðninginn.

Innlent
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun
Fréttamynd

UNICEF skóli Laugardals við Kirkjuteig

Síðastliðinn fimmtudag útskrifaðist barnið mitt úr 6. bekk UNICEF skóla Laugardals. Skóla sem flaggar UNICEF fána og fána fjölbreytileikans á hverjum degi og hefur einkunnarorðin lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur, ósk.

Skoðun
Fréttamynd

Þeim fjölgar sem kenna án kennslu­réttinda

Skólaárið 2023-2024 voru 18,7% starfsfólks við kennslu í grunnskólum án kennsluréttinda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá árinu 2002. Réttindalausu starfsfólki við kennslu fjölgaði um 132 frá hausti 2022.

Innlent
Fréttamynd

Nefnir legó­keppni sem mögu­legt ráð við vanda drengja

„Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“

Innlent
Fréttamynd

Á­kall eftir náttúrufræðikennurum

Hvernig bætir eitt leyfisbréf gæði menntunar? Árið 2020 voru samþykkt lög um eitt leyfisbréf kennara, óháð skólastigi. Erfitt var að sjá hvernig þessi breyting ætti að auka gæði menntunar og þess vegna mótmæltu meðal annarra Samtök líffræðikennara. Það hefði verið heppilegra að gera sértækari leyfisbréf fyrir kennara að minnsta kosti á efri skólastigum.

Skoðun
Fréttamynd

Enn um vanda drengja

Á stéttina við skólann minn er máluð risastór sól. Börnin búa stundum til leiki sem hnitast um hana. Einn þeirra er þannig að þau standa í hring í kringum sólina og svo skiptast þau á að fullyrða eitthvað um sjálf sig. Síðan ganga þau inn í sólina og hin fylgja á eftir finnist þeim fullyrðingin líka eiga við um sig. Í hádeginu einn mildan vetrardag urðum við, ég og samstarfskona mín, vitni að slíkum leik. Það voru allt stelpur sem voru að leika, um það bil níu ára gamlar. Sú sem „átti að gera“ hugsaði sig um andartak og sagði svo stundarhátt: „Ég fæ oft kvíða.“ Síðan gekk hún öruggum skrefum inn að miðju sólar. Hinar fylgdu allar á eftir, hver ein og einasta. Á sama tíma voru strákarnir í bekknum uppteknir við annað. Þeir voru hlæjandi að elta bolta úti á battavelli.

Skoðun
Fréttamynd

Við lok grunn­skólans

Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg.

Skoðun
Fréttamynd

Einhverf börn í al­mennu skóla­kerfi

Nú er skólaárið búið en við eigum engar myndir af barninu okkar í útskrift þar sem honum var vísað úr sínum heimaskóla í nóvember vegna þess hversu brösulega gekk og skólastjórn vildi ekki koma til móts við það sem hefði þurft að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lag í ís­lenskum grunn­skólum

Nemendur í íslenskum grunnskólum voru 47.507 talsins haustið 2023 og hafa ekki áður verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Haustið 2023 hafði 7.361 grunnskólanemandi erlent tungumál að móðurmáli, eða 15,5% nemenda, sem er fjölgun um tæplega 800 frá árinu áður. Grunnskólanemum hefur fjölgað um 392 frá haustinu 2022 eða um 0,8% og er skýringin á fjölguninni aðallega flutningur fólks til landsins en nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári síðustu ár.

Skoðun
Fréttamynd

Kynna út­tekt á stöðu drengja í mennta­kerfinu

Mennta- og barnamálaráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið kynna viðamikil úttekt á stöðu drengja í menntakerfinu í blaðamannafundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Kæri útskriftarárgangur 2024, grunn­skólans í Stykkis­hólmi

Í dag, 4. júní, er útskriftardagurinn ykkar og er tilefni til að gleðjast og fagna.Við sem tilheyrum skólasamfélaginu í kringum ykkur, hvort sem það erum við fjölskyldurnar ykkar, vinir eða starfsfólk skólans hlökkum öll til að sjá hvað þið gerið í framtíðinni

Skoðun