Bein útsending: Skóli og nám í víðum skilningi - breytt heimsmynd Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2025 14:30 Viðburðurinn fer fram í Veröld - húsi Vigdísar milli klukkan 15 og 16:30. Vísir/Vilhelm „Skóli og nám í víðum skilningi - breytt heimsmynd“ er yfirskrift málstofu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem hefst klukkan 15 og stendur til klukkan 16:30. Aðalerindi málstofunnar flytur Andreas Schleicher sem er forstöðumaður menntadeildar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Dagskrá Kl. 15:00 Opnun - Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasvið Kl. 15:10 - Katrín Jakobsdóttir, tekur við fundarstjórn og kynnir Andreas Schleicher. Kl. 15:15 - Andreas Schleicher flytur erindið: From school as the world to the world as the school Að loknu erindi Schleicher stýrir Katrín Jakobsdóttir umræðum. Í tilkynningu segir að erindi Schleicher sé sjötta og síðasta erindi fyrirlestraraðar Menntavísindasviðs HÍ í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu, sem beri heitið: Menntakerfi á tímamótum– alþjóðlegar áskoranir og tækifæri þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða. „Í heimi nútímans snýst menntun ekki lengur bara um að kenna nemendum eitthvað, heldur um að hjálpa þeim að þróa áreiðanlegan áttavita og verkfæri til að sigla með sjálfstrausti í gegnum sífellt flóknari, óstöðugri og óvissari heim. Árangur í menntun í dag snýst um að byggja upp forvitni og opna huga, það snýst um samúð og að opna hjörtu og það snýst um hugrekki, að virkja vitræn, félagsleg og tilfinningaleg úrræði okkar til að grípa til aðgerða. Þetta eru jafnframt okkar besta vopn gegn stærstu ógnum á okkar tímum; fáfræði, lokuðum hugum, hatri, lokuðu hjarta og ótta, helsta óvin sjálfræðis. Hlutir sem auðvelt er að kenna og prófa hefur orðið auðvelt að gera stafræna og sjálfvirka. Við kunnum orðið að mennta annars flokks vélmenni, sem kynna að endurtaka það sem við segjum þeim. Á þessari tímum hraða og gervigreindar þurfum við að hugsa betur um hvað gerir okkur að manneskjum. Framtíðin snýst um að para gervigreind tölva við vitræna, félagslega og tilfinningalega færni okkar mannfólks. Hefðbundin nálgun í skólanum er oft sú að skipta vandamálum niður í viðráðanlega bita og síðan að kenna nemendum hvernig eigi að leysa þá. En nútímasamfélög skapa verðmæti með því að sameina mismunandi þekkingarsvið, tengja saman hugmyndir sem áður virtust óskyldar, tengja saman ólík sjónarhorn sem leiðir af sér nýja nálgun. Í fortíðinni nýttu skólar tæknina fyrst og fremst við að styðja við og varðveita núverandi starfshætti og nemendur fóru fram úr skólum þegar þeir tileinkuðu sér nýrri tækni. Nú þurfa skólar að nýta möguleika tækninnar til að umbreyta námi og tengja nemendur á nýjan og öflugan hátt, við þekkingarlindir, með nýstárlegum forritum og hver við annan. Hin hefðbundna nálgun byggðist einnig á því að kennurum og námsefni var skipt eftir námsgreinum og nemendur flokkaðir með væntingar um framtíðarhorfur í starfi; með skólum sem ætlað var að halda nemendum inni og umheiminum úti; með skort á samskiptum við fjölskyldur og tregðu til samstarfs við aðra skóla. Samþætta þarf framtíðina með áherslu á innbyrðis tengsl námsgreina og samþættingu nemenda. Í skólum nútímans læra nemendur venjulega hver fyrir sig og í lok skólaárs vottum við einstaklingsárangur þeirra. En því meira tengdur og hnattvæddur sem heimurinn er, því meira þurfum við frábæra samstarfsmenn og “hljómsveitarstjóra”. Við sáum á tímum heimsfaraldurs hve velferð landa valt á getu fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða. Skólar þurfa að hjálpa nemendum að læra að vera sjálfstæðir í hugsun og þróa sjálfsmynd sem er meðvituð um fjölhyggju nútímasamfélags. Þetta er mikilvægt. Í starfi, heima og í samfélaginu mun fólk þurfa víðtækan skilning á því hvernig aðrir lifa, í mismunandi menningu og hefðum og hvernig aðrir hugsa, hvort sem það er sem vísindamenn eða sem listamenn. Í erindinu verður skoðað hvernig kennarar, skólar og skólakerfi geta tekist á við þessar áskoranir. Um Schleicher: Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Hann átti frumkvæði að og hefur umsjón hinni vel þekktu PISA könnun sem er ein stærsta samanburðarrannsókn á sviði menntunar. Hann hefur unnið í yfir 20 ár með ráðherrum og leiðtogum menntamála um allan heim að því að bæta gæði og jöfnuð í menntun. Áður en hann hóf störf hjá OECD var hann greiningarstjóri hjá International Association for Educational Achievement (IEA). Hann lærði eðlisfræði í Þýskalandi og hlaut gráðu í stærðfræði og tölfræði í Ástralíu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, þar á meðal „Theodor Heuss“ verðlaunin, veitt í nafni fyrsta forseta Sambandslýðveldisins Þýskalands fyrir „fyrirmyndar lýðræðislega þátttöku“. Hann gegnir jafnfamt heiðursprófessorsstöðu við háskólann í Heidelberg,“ segir í tilkynningunni. Skóla- og menntamál PISA-könnun Háskólar Grunnskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Aðalerindi málstofunnar flytur Andreas Schleicher sem er forstöðumaður menntadeildar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Dagskrá Kl. 15:00 Opnun - Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasvið Kl. 15:10 - Katrín Jakobsdóttir, tekur við fundarstjórn og kynnir Andreas Schleicher. Kl. 15:15 - Andreas Schleicher flytur erindið: From school as the world to the world as the school Að loknu erindi Schleicher stýrir Katrín Jakobsdóttir umræðum. Í tilkynningu segir að erindi Schleicher sé sjötta og síðasta erindi fyrirlestraraðar Menntavísindasviðs HÍ í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu, sem beri heitið: Menntakerfi á tímamótum– alþjóðlegar áskoranir og tækifæri þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða. „Í heimi nútímans snýst menntun ekki lengur bara um að kenna nemendum eitthvað, heldur um að hjálpa þeim að þróa áreiðanlegan áttavita og verkfæri til að sigla með sjálfstrausti í gegnum sífellt flóknari, óstöðugri og óvissari heim. Árangur í menntun í dag snýst um að byggja upp forvitni og opna huga, það snýst um samúð og að opna hjörtu og það snýst um hugrekki, að virkja vitræn, félagsleg og tilfinningaleg úrræði okkar til að grípa til aðgerða. Þetta eru jafnframt okkar besta vopn gegn stærstu ógnum á okkar tímum; fáfræði, lokuðum hugum, hatri, lokuðu hjarta og ótta, helsta óvin sjálfræðis. Hlutir sem auðvelt er að kenna og prófa hefur orðið auðvelt að gera stafræna og sjálfvirka. Við kunnum orðið að mennta annars flokks vélmenni, sem kynna að endurtaka það sem við segjum þeim. Á þessari tímum hraða og gervigreindar þurfum við að hugsa betur um hvað gerir okkur að manneskjum. Framtíðin snýst um að para gervigreind tölva við vitræna, félagslega og tilfinningalega færni okkar mannfólks. Hefðbundin nálgun í skólanum er oft sú að skipta vandamálum niður í viðráðanlega bita og síðan að kenna nemendum hvernig eigi að leysa þá. En nútímasamfélög skapa verðmæti með því að sameina mismunandi þekkingarsvið, tengja saman hugmyndir sem áður virtust óskyldar, tengja saman ólík sjónarhorn sem leiðir af sér nýja nálgun. Í fortíðinni nýttu skólar tæknina fyrst og fremst við að styðja við og varðveita núverandi starfshætti og nemendur fóru fram úr skólum þegar þeir tileinkuðu sér nýrri tækni. Nú þurfa skólar að nýta möguleika tækninnar til að umbreyta námi og tengja nemendur á nýjan og öflugan hátt, við þekkingarlindir, með nýstárlegum forritum og hver við annan. Hin hefðbundna nálgun byggðist einnig á því að kennurum og námsefni var skipt eftir námsgreinum og nemendur flokkaðir með væntingar um framtíðarhorfur í starfi; með skólum sem ætlað var að halda nemendum inni og umheiminum úti; með skort á samskiptum við fjölskyldur og tregðu til samstarfs við aðra skóla. Samþætta þarf framtíðina með áherslu á innbyrðis tengsl námsgreina og samþættingu nemenda. Í skólum nútímans læra nemendur venjulega hver fyrir sig og í lok skólaárs vottum við einstaklingsárangur þeirra. En því meira tengdur og hnattvæddur sem heimurinn er, því meira þurfum við frábæra samstarfsmenn og “hljómsveitarstjóra”. Við sáum á tímum heimsfaraldurs hve velferð landa valt á getu fólks til að grípa til sameiginlegra aðgerða. Skólar þurfa að hjálpa nemendum að læra að vera sjálfstæðir í hugsun og þróa sjálfsmynd sem er meðvituð um fjölhyggju nútímasamfélags. Þetta er mikilvægt. Í starfi, heima og í samfélaginu mun fólk þurfa víðtækan skilning á því hvernig aðrir lifa, í mismunandi menningu og hefðum og hvernig aðrir hugsa, hvort sem það er sem vísindamenn eða sem listamenn. Í erindinu verður skoðað hvernig kennarar, skólar og skólakerfi geta tekist á við þessar áskoranir. Um Schleicher: Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Hann átti frumkvæði að og hefur umsjón hinni vel þekktu PISA könnun sem er ein stærsta samanburðarrannsókn á sviði menntunar. Hann hefur unnið í yfir 20 ár með ráðherrum og leiðtogum menntamála um allan heim að því að bæta gæði og jöfnuð í menntun. Áður en hann hóf störf hjá OECD var hann greiningarstjóri hjá International Association for Educational Achievement (IEA). Hann lærði eðlisfræði í Þýskalandi og hlaut gráðu í stærðfræði og tölfræði í Ástralíu. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna, þar á meðal „Theodor Heuss“ verðlaunin, veitt í nafni fyrsta forseta Sambandslýðveldisins Þýskalands fyrir „fyrirmyndar lýðræðislega þátttöku“. Hann gegnir jafnfamt heiðursprófessorsstöðu við háskólann í Heidelberg,“ segir í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Háskólar Grunnskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira