Ítalski boltinn

Fréttamynd

Cecilía fer á kostum í Mílanó

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Mar­tröð Pogba lokið en hvað tekur við?

„Loksins er martröðinni lokið,“ sagði franski fótboltamaðurinn Paul Pogba eftir að fjögurra ára bann hans frá fótbolta var stytt niður í átján mánuði. En hvað tekur við þegar hann má byrja að spila aftur, í mars á næsta ári?

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði sigur­markið eftir að De Gea varði tvær víta­spyrnur

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus fékk loksins á sig mark

Eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu fékk Juventus loks á sig mark þegar Cagliari kom í heimsókn í dag. Lokatölur 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Man Utd hafði sam­band við Inzaghi

Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sonur Zlatans í fyrsta sinn í lands­lið

Maximilian Seger Ibrahimovic, hinn 18 ára sonur sænsku goðsagnarinnar Zlatan Ibrahimovic, fær nú sitt fyrsta tækifæri í gulu landsliðstreyjunni eftir að hafa verið valinn í U18-landslið Svíþjóðar í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert ekki fyrstur til að vinna Empoli

Eftir tvennuna gegn Lazio í síðasta leik var Albert Guðmundsson í fyrsta sinn í byrjunarliði Fiorentina í dag, þegar liðið mætti grönnum sínum í Empoli, í ítölsku A-deildinni í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Þarf vernd lög­reglu vegna reiði Róm­verja

Stuðningsmenn Roma á Ítalíu eru ekki ánægðir þessa dagana. Goðsögninni Daniele De Rossi var vísað úr stjórastóli á dögunum og þá eru eigendur félagsins að gera að því buxurnar að kaupa Everton á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gabbia hetjan í borgarslagnum

Matteo Gabbia reyndist hetja AC Milan er hann tryggði liðinu 2-1 útisigur gegn Inter í Mílanó-slagnum í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði tvö í fyrsta leiknum fyrir Fiorentina

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var ekki lengi að láta að sér kveða í fyrsta leik sínum fyrir Fiorentina. Hann skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum í 2-1 sigri gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Róm­verjar búnir að finna eftir­mann De Rossi

Daniele De Rossi var fyrr í dag rekinn sem þjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Rómverjar voru ekki lengi að finna eftirmann hans en Ivan Juric hefur verið kynntur sem nýr þjálfari liðsins.

Fótbolti