Fótbolti

Ekki góð ferð til Rómar­borgar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson varð að sætta sig við tap í höfuðborg Ítalíu í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson varð að sætta sig við tap í höfuðborg Ítalíu í kvöld. Getty/Alessandro Sabattini

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa fengu skell í kvöld á gamla heimavelli þjálfara síns í Róm. Það stefndi í stórtap eftir hræðilegan fyrri hálfleik en Genóamenn björguðu andlitinu með því að halda aftur af heimamönnum í þeim síðari.

Roma vann 3-1 sigur á Genoa í sautjándu umferð ítölsku deildarinnar, Seríu A. Með sigrinum komst Rómarliðið upp í fjórða sætið en liðið var þó aðeins búið að vinna einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Daniele De Rossi tók við Genoa á miðju tímabili en hann lék með Roma frá 2001 til 2019. Þetta var þriðja deildatapið í röð undir hans stjórn og liðið er bara tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Heimamenn voru fljótir að afgreiða leikinn í kvöld því staðan var orðin 3-0 í hálfleik.

Matias Soulé skoraði fyrsta markið á 14. mínútu, fimm mínútum síðar skoraði Kouadio Koné eftir undirbúning Evan Ferguson og Ferguson skoraði síðan þriðja markið á 31. mínútu.

Mikael Egill var í byrjunarliðinu inni á fimm manna miðju Genoa. Jeff Ekhator minnkaði muninn í 3-1 undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×