Fótbolti

Þrjú rauð spjöld og Conte í slags­málum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Antonio Conte er harður í horn að taka.
Antonio Conte er harður í horn að taka. by Silvia Lore/Getty Images

Þremur rauðum spjöldum var lyft á loft og þjálfarinn Antonio Conte lenti í áflogum þegar Napoli sótti 2-0 sigur á útivelli gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni.

Leonardo Spinazzola og Amir Rrahmani skoruðu mörk Napoli í fyrri hálfleik en Lazio náði ekki skoti á markið.

Fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft á 81. mínútu þegar Tijjani Noslin fékk sitt seinna gula spjald fyrir brot.

Sjö mínútum síðar hljóp allt í háaloft. Pasquale Mazzocchi hjá Napoli og Adam Marusic hjá Lazio lentu í slagsmálum og fengu báðir að líta rautt spjald.

https://x.com/footballontnt/status/2007808707917168881

Þjálfari Napoli, Antonio Conte, skarst í leikinn og var óhræddur við að setja sjálfan sig á milli manna sem létu höggin fljúga. Honum var ekki refsað fyrir það.

Napoli er nú aðeins einu stigi á eftir toppliði AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×