Ítalski boltinn Suazo snerist hugur - Eto´o út úr myndinni Framherjinn David Suazo skipti heldur betur um skoðun í gær þegar hann gerði samning við AC Milan. Suazo, sem er landsliðsmaður Hondúras, var fyrir helgina sagður hafa gengið í raðir Inter Milan frá Cagliari eftir frábært tímabil í vetur þar sem hann skoraði 14 mörk. Forráðamenn Cagliari tilkynntu fyrir helgi að Inter væri þegar búið að kaupa hann, en nú hefur hann gengið í raðir erkifjendanna. Fótbolti 19.6.2007 11:55 Totti sáttur við sjálfan sig Francesco Totti hjá Roma var að vonum ánægður þegar hann var sæmdur gullskónum um helgina, en það eru verðlaun sem veitt eru markaskorara ársins í Evrópuknattspyrnunni. Totti gleymdi ekki að þakka sjálfum sér þegar hann var spurður út í heiðurinn. Fótbolti 19.6.2007 11:37 AC Milan: Eto´o er fyrsti kostur Varaformaður AC Milan, Adriano Galliani, hefur nú tilkynnt að framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona sé fyrsti kostur félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta sagði hann á heimasíðu félagsins. Hann var spurður út í ummæli forseta félagsins á dögunum þar sem hann sagði að félagið ætlaði að næla aftur í Andriy Shevchenko og saðgði þá; "Við forsetinn höfum aldrei verið ósammála á síðustu 30 árum. Hver veit hvað gerist?" Fótbolti 19.6.2007 11:30 Totti fær gullskó Evrópu Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid. Fótbolti 18.6.2007 16:59 Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ Fótbolti 15.6.2007 11:43 Inter kaupir Suazo Inter Milan var að ganga frá kaupum á framherjanum Davis Suazo frá Cagliari. Þessu greindi Massimo Cellino, forseti Cagliari, frá í dag. „Inter voru að gera frábær kaup, Suazo mun verða þeirra fyrsti kostur, hann er frábær leikmaður." Fótbolti 13.6.2007 16:45 Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag. Fótbolti 11.6.2007 19:16 Figo framlengir við Inter Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Inter Milan. Gamli samningurinn hans rennur út um næstu mánaðamót en hann hefur nú framlengt út næstu leiktíð. Figo er 34 ára gamall og fyrrum knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Hann gekk í raðir Inter frá Real Madrid árið 2005 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki hjá ítalska liðinu. Fótbolti 11.6.2007 19:11 Iaquinta á leið til Juventus Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Udinese tilkynnti í dag að félagið hefði samþykkt tilboð Juventus í landsliðsframherjann Vincenzo Iaquinta. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir Udinese í sjö ár. "Ekki hefur verið gengið formlega frá kaupunum en þetta er allt klappað og klárt," sagði forseti Udinese í dag. Fótbolti 11.6.2007 17:16 Figo hefur ekki áhuga á Tottenham Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu. Fótbolti 6.6.2007 16:51 Milan staðfestir áhuga sinn á Eto´o Forráðamenn AC Milan staðfestu í dag að þeir hefðu mikinn áhuga á að kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar. Þeir vísa hinsvegar á bug fregnum um að kaupin séu komin langt á veg og taka fram að ekkert verði gert í málinu fyrr en eftir að deildarkeppninni lýkur á Spáni. Fótbolti 6.6.2007 13:48 Gildardino er falur hjá AC Milan Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að framherjinn Alberto Gilardino sé falur fyrir 24 milljónir evra eða 2 milljarða króna. Gilardino skoraði 12 mörk fyrir Milan í A-deildinni í vetur en er ósáttur við hlutskipti sitt hjá liðinu og vill gjarnan breyta til. Fótbolti 5.6.2007 17:09 Ramos orðaður við Manchester City Eftir að Claudio Ranieri samdi við Juventus í gær hafa forráðamenn Manchester City snúið sér að að Juande Ramos, stjóra Sevilla, til að fylla í skarð Stuart Pearce. Ramos hefur stjórnað Sevilla í næstum því sex ár. Fótbolti 5.6.2007 09:26 Ranieri búinn að taka við Juventus Claudio Ranieri, sem sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Parma í síðustu viku hefur verið ráðinn þjálfari Juventus. Þessi fyrrverandi stjóri Chelsea var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City eftir að Stuart Pearce var sagt upp störfum. Fótbolti 4.6.2007 14:54 Ranieri gæti verið á leiðinni til Juventus Claudio Ranieri, sem nýlega sagði upp starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Parma er núna sterklega inni í myndinni sem arftaki Didier Deschamps hjá Juventus ef eitthvað er að marka orð Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus. Fótbolti 3.6.2007 20:33 Vanden Borre að ganga til liðs við Fiorentina Leikmaður Anderlecht í Hollandi, Anthony Vanden Borre hefur skrifað undir 5 ára samning við Fiorentina á Ítalíu. Vanden Borre er gríðarlega efnilegur varnarmaður og spilaði meðal annars 6 leiki fyrir Anderlecht Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Fótbolti 3.6.2007 20:10 Juventus tapaði fyrir Bari Juventus töpuðu fyrir Bari í dag 0-1 í næstsíðasta leik liðsins í Serie B. Það var Carrus sem skoraði markið fyrir heimamenn í Bari á 57. mínútu. Bari voru óheppnir að bæta ekki við öðru marki því að Ganci misnotaði vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að Legrottaglie leikmaður Juventus var vikið af velli. Fótbolti 3.6.2007 15:32 Ranieri hættur hjá Parma Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur staðfest að að Claudio Ranieri sé hættur hjá félaginu. Getgátur hafa verið uppi um að hann taki við Manchester City ef að Thaksin Shinawatra nái að yfirtaka klúbbinn. Fótbolti 31.5.2007 20:20 Júlio César framlengir við Inter Markvörðurinn Júlio César hefur skrifað undir nýjan samning við Ítalíumeistara Inter Milan sem gildir til ársins 2012. César hefur spilað 13 landsleiki fyrir Brasilíumenn og spilaði 32 leiki fyrir Inter á leiktíðinni þar sem liðið hafði gríðarlega yfirburði í A-deildinni. Hann hefur átt fast sæti í liði Inter síðan hann gekk í raðir liðsins frá Chievo fyrir leiktíðina 2005/06. Fótbolti 31.5.2007 18:00 Flachi í 16 mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Francesco Flachi fékk í dag 16 mánaða keppnisbann eftir að eiturlyfjapróf sýndu að hann hafði neytt kókaíns. Félag Flachis, Fiorentina, skýrði frá þessu í dag. Flachi, sem er 32 tveggja ára, mældist með kókaín í blóði sínu eftir leik við Inter Milan þann 28. janúar á þessu ári. Fótbolti 31.5.2007 11:02 Crespo verður áfram hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað. Fótbolti 30.5.2007 15:49 Ranieri óákveðinn Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu. Fótbolti 29.5.2007 14:32 Juventus auglýsir eftir Lippi Forráðamenn Juventus vilja ólmir að gamla brýnið Marcello Lippi taki við liðinu eftir að Didier Deschamps sagði starfi sínu lausu á dögunu. Lippi hefur áður verið hjá Juventus við góðan orðstír, en hann hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítala að heimsmeisturum síðasta sumar. Aðstoðarþjálfarinn Giancarlo Corradini mun stýra Juventus í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir í B-deildinni í vor, en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Fótbolti 28.5.2007 20:10 Keppni lauk á Ítalíu í dag Í dag fór fram lokaumferðin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Chievo Verona þurfti að bíta í það súra epli að falla úr deildinni eftir sex ára veru meðal þeirra bestu, en Reggina, Siena og Parma unnu öll leiki sína og tryggðu sæti sitt. Fótbolti 27.5.2007 17:40 Ancelotti lofar dularfullum risakaupum í sumar Mikil spenna ríkir nú í Mílanó eftir ummæli sem Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan lét falla á blaðamannafundi í gær. Þar upplýsti hann að félagið væri á góðri leið með að landa stórlaxi á leikmannamarkaðnum í sumar og sagði "heiminn fara á annan endann" ef hann gæfi upp hver leikmaðurinn væri. Fótbolti 26.5.2007 18:40 Deschamps sagði af sér hjá Juventus Franski þjálfarinn Didier Deschamps hefur sagt af sér hjá ítalska stórliðinu Juventus þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu rakleitt upp í A-deildina í vetur eftir að liðið var fellt niður í B-deildina síðasta sumar. Heyrst hefur að Juventus ætli sér að reyna að lokka fyrrum landsliðsþjálfarann Marcello Lippi í starfið. Fótbolti 26.5.2007 14:01 Roma vann ítalska bikarinn Roma varð í dag ítalskur bikarmeistari eftir 2-1 tap gegn Inter Milan í síðari úrslitaleik liðanna í Mílanó. Roma vann 5-2 stórsigur í fyrri leiknum og vann því samanlagt 8-3. Inter komst í 2-0 á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks með mörkum frá Cruz og Crespo, en Ivan Cordoba var vikið af leikvelli á 71. mínútu og eftir það minnkaði Simone Perrotta muninn fyrir Roma og tryggði liðinu bikarinn. Fótbolti 17.5.2007 18:15 Juventus getur tryggt sig í A-deildina um helgina Stórveldið Juventus á Ítalíu getur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á ný með útsigri á Arezzo í ítölsku B-deildinni um helgina, en þá verða reyndar þrjár umferðir eftir af keppninni. Það verður því aldrei þessu vant leikur í B-deildinni sem verður í sviðsljósinu á Ítalíu um helgina, því staða mála á toppnum í A-deildinni er þegar ráðin. Fótbolti 17.5.2007 16:26 Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. Fótbolti 9.5.2007 18:33 Costacurta mun aðstoða Ancelotti Gamli refurinn Alessandro Costacurta hjá AC Milan mun gerast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti þjálfara þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. Costacurta er 41 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Milan árið 1986. Tveir aðrir af eldri leikmönnum liðsins, þeir Cafu og Paolo Maldini, hafa þegar gefið það út að þeir ætli að spila eitt ár í viðbót. Fótbolti 7.5.2007 15:58 « ‹ 183 184 185 186 187 188 189 190 191 … 200 ›
Suazo snerist hugur - Eto´o út úr myndinni Framherjinn David Suazo skipti heldur betur um skoðun í gær þegar hann gerði samning við AC Milan. Suazo, sem er landsliðsmaður Hondúras, var fyrir helgina sagður hafa gengið í raðir Inter Milan frá Cagliari eftir frábært tímabil í vetur þar sem hann skoraði 14 mörk. Forráðamenn Cagliari tilkynntu fyrir helgi að Inter væri þegar búið að kaupa hann, en nú hefur hann gengið í raðir erkifjendanna. Fótbolti 19.6.2007 11:55
Totti sáttur við sjálfan sig Francesco Totti hjá Roma var að vonum ánægður þegar hann var sæmdur gullskónum um helgina, en það eru verðlaun sem veitt eru markaskorara ársins í Evrópuknattspyrnunni. Totti gleymdi ekki að þakka sjálfum sér þegar hann var spurður út í heiðurinn. Fótbolti 19.6.2007 11:37
AC Milan: Eto´o er fyrsti kostur Varaformaður AC Milan, Adriano Galliani, hefur nú tilkynnt að framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona sé fyrsti kostur félagsins á leikmannamarkaðnum í sumar. Þetta sagði hann á heimasíðu félagsins. Hann var spurður út í ummæli forseta félagsins á dögunum þar sem hann sagði að félagið ætlaði að næla aftur í Andriy Shevchenko og saðgði þá; "Við forsetinn höfum aldrei verið ósammála á síðustu 30 árum. Hver veit hvað gerist?" Fótbolti 19.6.2007 11:30
Totti fær gullskó Evrópu Ítalinn Francesco Totti hlaut gullskó Evrópu fyrir nýafstaðið tímabil. Totti skoraði 26 mörk fyrir Roma á tímabilinu, einu marki meira en Ruud Van Nistelrooy skoraði fyrir Real Madrid. Fótbolti 18.6.2007 16:59
Milan segist ekki ætla að selja Kaka AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“ Fótbolti 15.6.2007 11:43
Inter kaupir Suazo Inter Milan var að ganga frá kaupum á framherjanum Davis Suazo frá Cagliari. Þessu greindi Massimo Cellino, forseti Cagliari, frá í dag. „Inter voru að gera frábær kaup, Suazo mun verða þeirra fyrsti kostur, hann er frábær leikmaður." Fótbolti 13.6.2007 16:45
Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag. Fótbolti 11.6.2007 19:16
Figo framlengir við Inter Portúgalski miðjumaðurinn Luis Figo hefur framlengt samning sinn við Ítalíumeistara Inter Milan. Gamli samningurinn hans rennur út um næstu mánaðamót en hann hefur nú framlengt út næstu leiktíð. Figo er 34 ára gamall og fyrrum knattspyrnumaður ársins hjá FIFA. Hann gekk í raðir Inter frá Real Madrid árið 2005 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki hjá ítalska liðinu. Fótbolti 11.6.2007 19:11
Iaquinta á leið til Juventus Forseti ítalska knattspyrnufélagsins Udinese tilkynnti í dag að félagið hefði samþykkt tilboð Juventus í landsliðsframherjann Vincenzo Iaquinta. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað fyrir Udinese í sjö ár. "Ekki hefur verið gengið formlega frá kaupunum en þetta er allt klappað og klárt," sagði forseti Udinese í dag. Fótbolti 11.6.2007 17:16
Figo hefur ekki áhuga á Tottenham Portúgalski vængmaðurinn Luis Figo hjá Inter Milan segist ekki vilja spila annarsstaðar í Evrópu og hafnar slúðri sem verið hefur á kreiki um að hann sé á leið til Tottenham á Englandi. "Ef ég held áfram að spila í Evrópu, verður það aðeins fyrir Inter og ég er ekki á leið til Portúgal eða Englands," sagði Figo, sem einnig hefur verið orðaður við lið í Saudi Arabíu. Fótbolti 6.6.2007 16:51
Milan staðfestir áhuga sinn á Eto´o Forráðamenn AC Milan staðfestu í dag að þeir hefðu mikinn áhuga á að kaupa sóknarmanninn Samuel Eto´o frá Barcelona í sumar. Þeir vísa hinsvegar á bug fregnum um að kaupin séu komin langt á veg og taka fram að ekkert verði gert í málinu fyrr en eftir að deildarkeppninni lýkur á Spáni. Fótbolti 6.6.2007 13:48
Gildardino er falur hjá AC Milan Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að framherjinn Alberto Gilardino sé falur fyrir 24 milljónir evra eða 2 milljarða króna. Gilardino skoraði 12 mörk fyrir Milan í A-deildinni í vetur en er ósáttur við hlutskipti sitt hjá liðinu og vill gjarnan breyta til. Fótbolti 5.6.2007 17:09
Ramos orðaður við Manchester City Eftir að Claudio Ranieri samdi við Juventus í gær hafa forráðamenn Manchester City snúið sér að að Juande Ramos, stjóra Sevilla, til að fylla í skarð Stuart Pearce. Ramos hefur stjórnað Sevilla í næstum því sex ár. Fótbolti 5.6.2007 09:26
Ranieri búinn að taka við Juventus Claudio Ranieri, sem sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri Parma í síðustu viku hefur verið ráðinn þjálfari Juventus. Þessi fyrrverandi stjóri Chelsea var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Manchester City eftir að Stuart Pearce var sagt upp störfum. Fótbolti 4.6.2007 14:54
Ranieri gæti verið á leiðinni til Juventus Claudio Ranieri, sem nýlega sagði upp starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Parma er núna sterklega inni í myndinni sem arftaki Didier Deschamps hjá Juventus ef eitthvað er að marka orð Giovanni Cobolli Gigli, forseti Juventus. Fótbolti 3.6.2007 20:33
Vanden Borre að ganga til liðs við Fiorentina Leikmaður Anderlecht í Hollandi, Anthony Vanden Borre hefur skrifað undir 5 ára samning við Fiorentina á Ítalíu. Vanden Borre er gríðarlega efnilegur varnarmaður og spilaði meðal annars 6 leiki fyrir Anderlecht Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Fótbolti 3.6.2007 20:10
Juventus tapaði fyrir Bari Juventus töpuðu fyrir Bari í dag 0-1 í næstsíðasta leik liðsins í Serie B. Það var Carrus sem skoraði markið fyrir heimamenn í Bari á 57. mínútu. Bari voru óheppnir að bæta ekki við öðru marki því að Ganci misnotaði vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að Legrottaglie leikmaður Juventus var vikið af velli. Fótbolti 3.6.2007 15:32
Ranieri hættur hjá Parma Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur staðfest að að Claudio Ranieri sé hættur hjá félaginu. Getgátur hafa verið uppi um að hann taki við Manchester City ef að Thaksin Shinawatra nái að yfirtaka klúbbinn. Fótbolti 31.5.2007 20:20
Júlio César framlengir við Inter Markvörðurinn Júlio César hefur skrifað undir nýjan samning við Ítalíumeistara Inter Milan sem gildir til ársins 2012. César hefur spilað 13 landsleiki fyrir Brasilíumenn og spilaði 32 leiki fyrir Inter á leiktíðinni þar sem liðið hafði gríðarlega yfirburði í A-deildinni. Hann hefur átt fast sæti í liði Inter síðan hann gekk í raðir liðsins frá Chievo fyrir leiktíðina 2005/06. Fótbolti 31.5.2007 18:00
Flachi í 16 mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Francesco Flachi fékk í dag 16 mánaða keppnisbann eftir að eiturlyfjapróf sýndu að hann hafði neytt kókaíns. Félag Flachis, Fiorentina, skýrði frá þessu í dag. Flachi, sem er 32 tveggja ára, mældist með kókaín í blóði sínu eftir leik við Inter Milan þann 28. janúar á þessu ári. Fótbolti 31.5.2007 11:02
Crespo verður áfram hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað. Fótbolti 30.5.2007 15:49
Ranieri óákveðinn Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu. Fótbolti 29.5.2007 14:32
Juventus auglýsir eftir Lippi Forráðamenn Juventus vilja ólmir að gamla brýnið Marcello Lippi taki við liðinu eftir að Didier Deschamps sagði starfi sínu lausu á dögunu. Lippi hefur áður verið hjá Juventus við góðan orðstír, en hann hefur verið í fríi síðan hann gerði Ítala að heimsmeisturum síðasta sumar. Aðstoðarþjálfarinn Giancarlo Corradini mun stýra Juventus í þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir í B-deildinni í vor, en liðið hefur þegar tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á næstu leiktíð. Fótbolti 28.5.2007 20:10
Keppni lauk á Ítalíu í dag Í dag fór fram lokaumferðin í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Chievo Verona þurfti að bíta í það súra epli að falla úr deildinni eftir sex ára veru meðal þeirra bestu, en Reggina, Siena og Parma unnu öll leiki sína og tryggðu sæti sitt. Fótbolti 27.5.2007 17:40
Ancelotti lofar dularfullum risakaupum í sumar Mikil spenna ríkir nú í Mílanó eftir ummæli sem Carlo Ancelotti þjálfari AC Milan lét falla á blaðamannafundi í gær. Þar upplýsti hann að félagið væri á góðri leið með að landa stórlaxi á leikmannamarkaðnum í sumar og sagði "heiminn fara á annan endann" ef hann gæfi upp hver leikmaðurinn væri. Fótbolti 26.5.2007 18:40
Deschamps sagði af sér hjá Juventus Franski þjálfarinn Didier Deschamps hefur sagt af sér hjá ítalska stórliðinu Juventus þrátt fyrir að hafa stýrt liðinu rakleitt upp í A-deildina í vetur eftir að liðið var fellt niður í B-deildina síðasta sumar. Heyrst hefur að Juventus ætli sér að reyna að lokka fyrrum landsliðsþjálfarann Marcello Lippi í starfið. Fótbolti 26.5.2007 14:01
Roma vann ítalska bikarinn Roma varð í dag ítalskur bikarmeistari eftir 2-1 tap gegn Inter Milan í síðari úrslitaleik liðanna í Mílanó. Roma vann 5-2 stórsigur í fyrri leiknum og vann því samanlagt 8-3. Inter komst í 2-0 á sex mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks með mörkum frá Cruz og Crespo, en Ivan Cordoba var vikið af leikvelli á 71. mínútu og eftir það minnkaði Simone Perrotta muninn fyrir Roma og tryggði liðinu bikarinn. Fótbolti 17.5.2007 18:15
Juventus getur tryggt sig í A-deildina um helgina Stórveldið Juventus á Ítalíu getur tryggt sér sæti meðal þeirra bestu á ný með útsigri á Arezzo í ítölsku B-deildinni um helgina, en þá verða reyndar þrjár umferðir eftir af keppninni. Það verður því aldrei þessu vant leikur í B-deildinni sem verður í sviðsljósinu á Ítalíu um helgina, því staða mála á toppnum í A-deildinni er þegar ráðin. Fótbolti 17.5.2007 16:26
Roma valtaði yfir Inter Roma er í góðri stöðu eftir fyrri úrslitaleik sinn við Inter Milan í ítalska bikarnum. Roma vann 6-2 stórsigur á Mílanóliðinu í dag. Totti, De Rossi og Perrota komu Roma í 3-0 eftir stundarfjórðung og Amantino Manchini og Panucci (2) bættu við mörkum. Hernan Crespo skoraði bæði mörk gestanna. Fótbolti 9.5.2007 18:33
Costacurta mun aðstoða Ancelotti Gamli refurinn Alessandro Costacurta hjá AC Milan mun gerast aðstoðarmaður Carlo Ancelotti þjálfara þegar hann leggur skóna á hilluna í sumar. Costacurta er 41 árs gamall og lék sinn fyrsta leik fyrir Milan árið 1986. Tveir aðrir af eldri leikmönnum liðsins, þeir Cafu og Paolo Maldini, hafa þegar gefið það út að þeir ætli að spila eitt ár í viðbót. Fótbolti 7.5.2007 15:58