Manchester City hefur blandað sér í kapphlaupið um ítalska varnarmanninn Matteo Ferrari. Hann er á frjálsri sölu en samningur hans við Roma er runninn út.
Roma vill þó gera nýjan samning við Ferrari sem er frjálst að ræða við hvaða félag sem er. AC Milan og Juventus hafa bæði sýnt honum áhuga.
Ferrari var á lánssamningi hjá Everton tímabilið 2005-6 en hann leikur sem miðvörður.