Miðjumaðurinn Kaka fagnaði komu landa síns Ronaldinho til AC Milan í gær og segir hann geta hjálpað liðinu að vinna titla.
Sagt er að Ronaldinho hafi kostað Milan í kring um 20 milljónir evra og nú bíða margir spenntir eftir að sjá brasilískt sóknarteymi Milan sýna listir sínar á næstu leiktíð með þá Kaka, Ronaldinho og Pato í fararbroddi.
"Ég er mjög ánægður með komu Ronaldinho. Hann kemur með mikla hæfileika inn í liðið og mun hjálpa okkur vinna titla," sagði Kaka.