Ítalska liðið AC Milan gaf það út að Emmanuel Adebayor hjá Arsenal væri eini leikmaðurinn á óskalista sumarsins. Nú er ljóst að það hefur breyst því félagið hefur einnig áhuga á Ronaldinho.
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur staðfest áhuga á Ronaldinho. Hann segir þó að Adebayor og Ronaldinho verði ekki báðir keyptir, kaup á öðrum þeirra útiloki hinn.
Barcelona vill fá 35 milljónir evra fyrir Ronaldinho en Galliani segir að verðið á honum þurfi að lækka til að hann verði keyptur.