Hernaður

Fréttamynd

Gefa út hand­töku­skipun á hendur Netanjahú

Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael, og gegn Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri og tveimur öðrum leiðtogum Hamas-samtakanna sem er dánir. 

Erlent
Fréttamynd

Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu

Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið svokallaðri ICBM eldflaug að Dnipro-borg í Úkraínu í nótt. Sé það rétt er það í fyrsta sinn sem Rússar beita slíku vopni en slíkar skotflaugar geta borið kjarnorkuvopn nánast hvert sem er í heiminum en þessi eldflaug er sögð hafa borið hefðbundna sprengjuodda.

Erlent
Fréttamynd

Segir Biden „hella olíu á eldinn“

Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum

Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Stefnir í hreinsanir innan Pentagon

Trump-liðar hafa skrifað drög af forsetatilskipun um að stofna „stríðsmanna-nefnd“ sem ætlað yrði að fara yfir störf bandarískra her- og flotaforingja og leggja til að reka þá sem þykja ekki störfum sínum hæfir. Nefndin yrðu skipuð fyrrverandi yfirmönnum í herafla Bandaríkjanna sem myndu senda tillögur til Trumps, sem hefur sagt þörf á að reka „woke“ bandaríska herforingja.

Erlent
Fréttamynd

Mikil fjölgun í af­tökum Rússa á stríðs­föngum

Ráðamenn í Úkraínu segja rússneska hermenn taka sífellt fleiri úkraínska stríðsfanga af lífi. Oft á tíðum hafi stríðsfangar verið skotnir til bana í návígi, eftir að þeir hafa verið teknir höndum og hafa Rússar jafnvel tekið sig upp taka menn af lífi og birt myndböndin á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýr­landi

Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Aldrei jafn margar drónaárásir

Umfangsmiklar árásir voru gerðar í Úkraínu og Rússlandi síðastliðna nótt. Aldrei hafa jafn margir drónar verið sendir af stað í einu. 

Erlent
Fréttamynd

Kim hafi stutt Rússa frá upp­hafi „heilags stríðs“ þeirra

Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst.

Erlent
Fréttamynd

Ný flaug flaug lengra en áður

Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert.

Erlent
Fréttamynd

Sækja hraðar fram í Dónetsk

Rússneskar hersveitir hafa gert umfangsmiklar árásir á undanförnum dögum og vikum í suðausturhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði. Varnarlínur Úkraínumanna virðast hafa gefið verulega eftir og hafa þær fallið saman á einhverjum stöðum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að her­menn Kim öðlist reynslu af hernaði

Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna.

Erlent
Fréttamynd

Vannærðir her­menn Kim sagðir „fallbyssufóður“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður.

Erlent
Fréttamynd

Íranar segja skaðann „tak­markaðan“ eftir á­rásir næturinnar

Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Gagn­rýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fas­ista

Ríkisstjórn Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, liggur undir ámæli fyrir að fagna afmæli stórrar orrustu úr síðari heimsstyrjöldinni þar sem ítalskir fasistar börðust við hlið þýskra nasista gegn bandamönnum í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu loft­á­rásir á Kúrda í Írak og Sýr­landi

Tyrkneski herinn hefur gert loftárásir á meintar stöðva Verkamannaflokks Kúrda í Sýrlandi og Írak eftir að fimm létu lífið í hryðjuverkaárás í Ankara, höfuðborg Tyrklands, í gær. Ráðamenn segja tugi vígamanna hafa verið fellda.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Ein­stak­lega blóðugur“ septem­ber

Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Rússar sendi her­menn Kim heim

Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi.

Erlent