Tækni

Fréttamynd

Opnaði iPhone

Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna.

Erlent
Fréttamynd

Tölvurefir aflæsa iPhone

Tölvurefir hafa fundið leið til að aflæsa hinum vinsæla iPhone síma frá Apple. Síminn er aðeins kominn á markað í Bandaríkjunum og er símafyrirtækið AT&T með einkarétt á notkun hans þar í tvö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuleikir af öllum toga

Allt það nýjasta úr heimi tölvuleikja má nú sjá og prufa í Leipzig í Þýskalandi. Árleg ráðstefna um tölvuleiki hófst þar í gær og þangað streyma nú hundruðir þúsunda gesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Googlaðu geiminn

Stjörnurnar Vega, Síríus og Kapella í Ökumanninum munu skína skært á tölvuskjánum í framíðinni. Google Sky er ný viðbót við Google Earth sem gerir notendum kleift að skoða yfirborð jarðar í þrívídd.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýir straumar í hugbúnaðarþróun

Landsmenn geta fengið að kynnast „Scrum“-hugmyndum á ráðstefnu á Nordica hinn 29. ágúst. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir víða pott brotinn í stjórnun þekkingarfyrirtækja hér á landi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Linux í nýjar PC-vélar

Aukin eftirspurn er í Evrópu eftir PC-vélum með Linux stýrikerfinu. Dell og Lenovo ætla fljótlega að bjóða upp á PCtölvur í Evrópu með uppsetningu á Linux stýrikerfinu. Dell býður nú þegar upp á tölvur með Linux í Bandaríkjunum, og ástæðan fyrir því að tölvurnar verða einnig seldar í Evrópu er eftirspurn á vefsíðu þeirra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðja kynslóðin komin í gagnið

Þriðju kynslóðar farsímakerfi Símans verður tekið í notkun í næstu viku. Þetta kemur fram á bloggsíðu Símans en Linda Waage upplýsingafulltrúi vildi ekki staðfesta hvenær kerfið yrði opnað fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samkeppni flutt út á land með ljósleiðara

Aukin nýting á þeim hluta ljósleiðarakerfis landsins sem áður var í höndum Ratsjárstofnunar gæti opnað fyrir samkeppni á landsbyggðinni. Vodafone og Síminn hyggjast semja við ríkið um að fá að nota bandbreiddina sem losnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja CIA breyta færslum í Wikipedia

Framleiðendur hugbúnaðar sem á að geta komið upp um hverjir það eru sem breyta síðum á Wikipediu alfræðiorðabókinni, segja að starfsmenn CIA hafi breytt síðu sem fjallar um Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hotmail stækkar geymsluplássið í 5GB

Tölvupóstþjónusta Microsoft, Hotmail hefur stækkað geymslupláss sitt í 5GB, sem færir þá nokkrum gígabætum framúr keppinautnum Gmail frá Google. Yahoo Mail er þó enn fremst í flokki með ótakmarkað geymslupláss.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokia býðst til að skipta út göllum rafhlöðum

Farsímaframleiðandinn Nokia býðst til að skipta út um 46 milljón farsímarafhlöðum en þessi ákveðna tegund rafhlaðna hefur átt það til að ofhitna í hleðslu. Um er að ræða rafhlöðu sem merkt er BL-5C og var framleidd af Matsuhita á tímabilinu frá desember 2005 til nóvember 2006.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tónlist í sólgleraugunum

Nú er aldeilis hægt að hlusta á tónlist í sólinni. Þar sem tölvur og tæknibúnaður verður sífellt fyrirferðarminni var aðeins tímaspursmál þangað til einhverjum dytti í hug að framleiða sólgleraugu með innbyggðum mp3-spilara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

40 Gb á sekúndu

Intel hefur tekist að Þróa aðferð sem gerir gagnaflutninga allt að fjórum sinn um hraðari en nú. Þeim hefur tekist að búa til nýjan sílikon-leisimótara sem gerir þar til gerðum búnaði kleyft að senda 40 Gb á sekúndu eftir ljósleiðara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heilbrigðiseftirlitið hakkað

Tyrkneskir tölvuþrjótar létu til skarar skríða á nýjan leik í gær og brutust inn á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Þegar farið var inn á síðuna haust.is blakti þar tyrkneski þjóðfáninn á svörtum grunni og hljómaði þjóðleg tónlist undir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnageymslurnar þurfa ekki sæstreng

Gagnageymslufyrirtæki flytja frekar gögn með flugvél en í gegnum sæstreng. Forstjóri Data Íslandia fagnar þó áformum um lagningu nýrra sæstrengja. Ísland er tilvalinn staður fyrir gagnageymslu, segir bandarískur sérfræðingur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stækkun gegn gjaldi

Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að Microsoft kynnti Skydrive net-geymsluna sína, tilkynnti Google að hægt væri að kaupa stækkun á geymsluplássi fyrir Gmail og Picasa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kínverjar horfa til Hollands

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo er sagður vera að íhuga að leggja fram kauptilboð í hollenska keppinautinn Packard Bell. Verðmiðinn er talinn hlaupa á um 800 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 51 milljarðs íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allur hringvegurinn með GSM í janúar

Hringvegurinn og fimm fjölfarnir fjallvegir utan hans verða komnir með GSM-samband í janúar. Útboð er hafið í seinni hluta áfangans um að GSM-væða vegakerfið. Búist er við að því verki verði lokið á tveimur árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gen örvhentra líklega fundið

Vísindamenn hafa í fyrsta skipti uppgötvað gen sem virðist auka líkur á að fólk verði örvhent. Genið LRRTM1 virðist gegna lykilhlutverki í að stjórna því hvaða hluti heilans stýrir starfsemi á borð við mál og tilfinningar samkvæmt rannsókninni.

Erlent
Fréttamynd

Samnýta 3G og GSM dreifikerfi hvors annars

Vodafone og Nova hafa samið um samnýtingu farsímakerfa hvors annars og hafa stjórnir félaganna þegar samþykkt samning þess efnis. Samningurinn felur í sér að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil sjóræningjastarfsemi leyst upp

Kínverska lögreglan og bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafa leyst upp tvo umfangsmikla kínverska glæpahringi sem ábyrgir eru fyrir fölsun og dreifingu á allt að tveimur milljörðum eintaka af tölvuhugbúnaði. Hringirnir störfuðu í Shanghai og Shenzhen í Kína en dreifðu framleiðslu sinni víða um heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

GTA IV er vel á veg kominn

Það fer að styttast í að fjórði Grand Theft Auto leikurinn komi út. leikurinn lítur vel út. Hvern hefði grunað að meðalunglingnum fyndist fátt skemmtilegra en keyra hratt , skjóta fólk og verða illræmdasti glæpamaðurinn í borginni?

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjálfeyðandi vafrakökur hjá Google

Vefrisinn Google hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að vafrakökurþeirra, litlar skrár sem að vistast á tölvu notanda þegar hann heimsækir vefsíðu, muni eyðast sjálfkrafa eftir tvö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Áfangasigur gegn fótaóeirð

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) hafa í samstarfi við Emory háskóla í Atlanta fundið fyrsta erfðabreytileikann sem tengist fótaóeirð. Í rannsókninni var einnig sýnt fram á að erfðabreytileikinn tengist minni járnbirgðum í líkamanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enga tónlist í þrumveðri

Læknar frá Vancouver í Kanada hafa varað fólk við því að fara út með mp3-spilara í þrumuveður. Í nýjasta hefti læknaritsins New England Journal of Medicine rekja læknarnir mál ungs manns sem fékk eldingu í sig þegar hann fór út að skokka í þrumuveðri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vestræn risapanda reynist ansi arðbær

Risapandan Huamei eignaðist sitt þriðja par af tvíburum á dögunum. Huamei er óvenjuleg panda að því leyti að hún fæddist og komst á legg í vestrænu samfélagi, óravegu frá náttúrulegum heimkynnum panda í Asíu. Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Nafn hennar er blanda af orðunum Kína og Ameríka.

Viðskipti erlent