Apple á of mikið af peningum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2015 14:04 Vísir/AP Tæknirisinn Apple, sem setti í gær met í hagnaði á ársfjórðungi, á svo mikið af peningum að forsvarsmenn tæknirisans vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Á fyrsta ársfjórðungi efnahagsárs fyrirtækisins var hagnaðurinn um 18 milljarðar dala. Í heildina á fyrirtækið 142 milljarða dala á bók, sem samsvarar tæplega 19 þúsund milljörðum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla á Íslandi árið 2013 var 1.873 milljarðar króna. Í rauninni á fyrirtækið 178 milljarða en skuldir þess eru 35 milljarðar.Sjá einnig: Apple setur met í hagnaði. Á vef BBC segir að fyrirtækið eignist peninga hraðar en þeir geti eytt þeim. Þá er vandamál, hvernig mögulegt sé að hluthafar græði á þessu peningafjalli. Stærstu kaup fyrirtækisins voru gerð þegar Apple keypti tónlistarveituna Beats, en það fyrirtæki kostaði 3 milljarða dala. Þar að auki er áætlað að fyrirtækið muni í heildina hafa varið fimm milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva. Einhverjir hluthafar hafa farið fram á að Apple kaupi af þeim hlutafé og komi þannig hagnaðinum yfir á hluthafa. Einn þeirra höfðaði mál gegn fyrirtækinu til að fá þessu framgengt. Á síðasta ári keypti Apple hlutabréf í fyrirtækinu fyrir um 49 milljarða dala. Fréttaveitan Reuters segir að niðurstöður uppgjörsins, sem kynntar voru í gær, muni auka hraða hlutabréfakaupanna og telja sumir greinendur að fyrirtækið muni jafnvel kaupa hlutabréf fyrir um 200 milljarða dala á árinu. Gengi Apple hefur hækkað gífurlega í dag, eftir að uppgjörið var kynnt í gær. Á ári hefur gengið hækkað um 39 prósent. Tækni Tengdar fréttir Gómaður með 94 iPhone límda við sig Smyglari notaði límband til að festa á sig símana og reyndi að koma þeim til Kína. 13. janúar 2015 13:45 Apple Watch á markað í apríl Fyrsta snjallúr tæknirisans var kynnt í september, en talið er að sala þess muni ganga vel. 28. janúar 2015 13:08 Apple setur met í hagnaði Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi og er hann átján milljarðar bandaríkjadala. 28. janúar 2015 08:02 Stálu 240 iPhone 6 í Kína Þrír menn grófu sig inn í vöruskemmu til að koma höndum yfir síma frá Apple. 7. janúar 2015 23:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tæknirisinn Apple, sem setti í gær met í hagnaði á ársfjórðungi, á svo mikið af peningum að forsvarsmenn tæknirisans vita ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Á fyrsta ársfjórðungi efnahagsárs fyrirtækisins var hagnaðurinn um 18 milljarðar dala. Í heildina á fyrirtækið 142 milljarða dala á bók, sem samsvarar tæplega 19 þúsund milljörðum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla á Íslandi árið 2013 var 1.873 milljarðar króna. Í rauninni á fyrirtækið 178 milljarða en skuldir þess eru 35 milljarðar.Sjá einnig: Apple setur met í hagnaði. Á vef BBC segir að fyrirtækið eignist peninga hraðar en þeir geti eytt þeim. Þá er vandamál, hvernig mögulegt sé að hluthafar græði á þessu peningafjalli. Stærstu kaup fyrirtækisins voru gerð þegar Apple keypti tónlistarveituna Beats, en það fyrirtæki kostaði 3 milljarða dala. Þar að auki er áætlað að fyrirtækið muni í heildina hafa varið fimm milljörðum í byggingu nýrra höfuðstöðva. Einhverjir hluthafar hafa farið fram á að Apple kaupi af þeim hlutafé og komi þannig hagnaðinum yfir á hluthafa. Einn þeirra höfðaði mál gegn fyrirtækinu til að fá þessu framgengt. Á síðasta ári keypti Apple hlutabréf í fyrirtækinu fyrir um 49 milljarða dala. Fréttaveitan Reuters segir að niðurstöður uppgjörsins, sem kynntar voru í gær, muni auka hraða hlutabréfakaupanna og telja sumir greinendur að fyrirtækið muni jafnvel kaupa hlutabréf fyrir um 200 milljarða dala á árinu. Gengi Apple hefur hækkað gífurlega í dag, eftir að uppgjörið var kynnt í gær. Á ári hefur gengið hækkað um 39 prósent.
Tækni Tengdar fréttir Gómaður með 94 iPhone límda við sig Smyglari notaði límband til að festa á sig símana og reyndi að koma þeim til Kína. 13. janúar 2015 13:45 Apple Watch á markað í apríl Fyrsta snjallúr tæknirisans var kynnt í september, en talið er að sala þess muni ganga vel. 28. janúar 2015 13:08 Apple setur met í hagnaði Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi og er hann átján milljarðar bandaríkjadala. 28. janúar 2015 08:02 Stálu 240 iPhone 6 í Kína Þrír menn grófu sig inn í vöruskemmu til að koma höndum yfir síma frá Apple. 7. janúar 2015 23:51 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gómaður með 94 iPhone límda við sig Smyglari notaði límband til að festa á sig símana og reyndi að koma þeim til Kína. 13. janúar 2015 13:45
Apple Watch á markað í apríl Fyrsta snjallúr tæknirisans var kynnt í september, en talið er að sala þess muni ganga vel. 28. janúar 2015 13:08
Apple setur met í hagnaði Bandaríski tæknirisinn Apple hefur gefið út tölur yfir hagnað á fyrsta ársfjórðungi og er hann átján milljarðar bandaríkjadala. 28. janúar 2015 08:02
Stálu 240 iPhone 6 í Kína Þrír menn grófu sig inn í vöruskemmu til að koma höndum yfir síma frá Apple. 7. janúar 2015 23:51