Tækni

Fréttamynd

Vilja stöðva höfundarréttarbrot á Netinu

Mörg af stærstu afþreyingar- og hugbúnaðarfyrirtækjum heims hafa ákveðið að bindast samtökum til að koma í veg fyrir brot á höfundarrétti á Netinu. Ætla fyrirtækin að notast við nýja hugbúnað sem kemur í veg fyrir að hægt sé að hlaða ólöglegu og stolnu efni inn á Netið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ný tækni leyfir notkun farsíma í flugi

Flugfarþegar geta innan tíðar átt von á því að geta talað farsíma í miðju flugi þökk sé nýrri farsímatækni. Hingað til hefur öll notkun farsíma verið bönnuð þar sem þeir hafa truflandi áhrif á stjórnkerfi flugvéla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Háskerpuútsendingar hefjast

Háskerpuútsendingar hefjast á dreifikerfi Digital Íslands á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem sjónvarpsefni í háskerpu er dreift á Íslandi. Fyrst um sinn verða tvær rásir í boði: Discovery HD sem sýnir náttúrulífs- og heimildarmyndir, og Sýn HD sem sýnir valda leiki úr ensku knattspyrnunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Internetlén fyrir asíumarkað

Internetlénin .asia eru nú komin á markað og er búist við að stórfyrirtæki hlaupi til og tryggi sér lén sem allra fyrst. Um er að ræða annað svæðisbundna lénið á eftir Evrópulénunum .eu sem tóku gildi á síðasta ári. Nú geta ríkisstjórnir og fyrirtæki skráð áhuga á ákveðnum lénaheitum sem byrja á www og enda á .asia.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Risasjónvarp á átta milljónir

Eitt stærsta háskerpusjónvarp heims, 103 tommu plasmaflatskjár frá Panasonic, er til sýnis í verslun Sense í Kópavogi þessa dagana. Sjónvarpið er í eigu tækjaleigu Nýherja, en þrjú tæki hafa verið pöntuð til landsins til að setja í almenna sölu. Verðið er ekki fyrir alla, 7.990.000 krónur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið

Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sækir um leyfi fyrir 3G-senda

Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Belgía til sölu á eBay

Uppboðsfyrirtækið eBay hefur tekið óvenjulegan hlut úr sölu á vefsíðu sinni en það var ríkið Belgía í heild sinni. Það var blaðamaðurinn Gerrit Six sem setti land sitt til sölu á eBay en með því vildi hann mótmæla því að enn hefur ekki verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu þótt að um 100 dagar séu liðnir frá síðustu kosningum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hússtjórnarkerfi vinsæl

Sífellt fleiri fá sér svokölluð hússtjórnarkerfi sem notuð eru til að stýra rafbúnaði húsa með einföldum hætti. Að sögn Skarphéðins Smith, framkvæmdastjóra S. Guðjónsson, er það einkum krafan um aukin þægindi sem ræður ferð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iTunes með kaffibollanum

Tölvurisinn Apple og kaffihúsakeðjan Starbucks hafa náð samningi sem gerir viðskiptavinum með iPod, iPhone eða tölvu með iTunes kleift að tengjast þráðlaust nýju iTunes-versluninni á kaffihúsum Starbucks.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér

Stríðið gegn tölvuglæpum hefur breyst. Vírusar og önnur óværa eru ekki lengur búin til af skemmdarfúsum unglingum heldur glæpamönnum með hreinan gróða í huga. Tölvuglæpabransinn er talinn velta meira en fimm hundruð milljörðum króna á hverju ári. Eva Chen, forstjóri tölvuöryggis- fyrirtækisins Trend Micro, segir ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka við sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple biðst afsökunar

Apple tölvuframleiðandinn hefur beðist afsökunar á því að hafa lækkað verðir á Iphone síma sínum. Fyrirtækið tilkynnti í gær að verð símans yrði lækkað um sem samsvarar þrettán þúsund krónum, tveimur mánuðum eftir að hann kom á markað. Tilkynningin vakti reiði viðskiptavina sem þegar höfðu keypt símann. Steve Jobs, forstjóri Apple, sagði það rétta ákvörðun að lækka verðið, þar sem síminn hafi verið of dýr, og bauð þeim sem þegar höfðu keypt símann bætur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á netþjónabúi

Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppsetning kerfisins hefst í haust

Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Voda­fone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkis­ráðuneytinu í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eftirvænting eftir næstu kynslóð iPod

Apple mun kynna sjöttu kynslóð iPod spilaranna vinsælu á morgun. Miklar vangaveltur hafa spunnist út um í hvaða átt tæknirisinn Apple sé að þróa spilarann. Talið er víst að nýi iPodinn muni svipa mikið til hins margumtalaða iPhone síma.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun

Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær. Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, teng­ing við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsfrelsi

Sjónvarps- eða vídeóflakkari kallast heitasta heimilistækið í dag. Hvern langar ekki til að fylgjast með framhaldsþáttaröð án þess að þurfa að bíða í viku eftir næsta þætti? Ansi marga… og það er þess vegna sem svokallaðir vídeóflakkarar verða vinsælli með hverjum mánuðinum sem líður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Digital-tónlist í Nokia

Símarisinn Nokia svipti hulunni af eigin tónlistarverslun á dögunum, en hægt verður að heimsækja búðina í gegnum nýjan netaðgang, sem kallast Ovi, sem þýðir „dyr“ á finnsku. Nokia hyggur einnig á framboð leikja í gegnum aðganginn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mús og fjarstýring

Logitech hefur framleitt tölvumús sem er líka fjarstýring. Eftir því sem hlutverk tölvunnar verður viðameira í lífi fólks fleygir tækninni fram og allt er reynt til að hafa hlutina sem einfaldasta fyrir notandann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple og Volkswagen í samstarf við iCar

Heyrst hefur að Apple-tölvufyrirtækið og bílaframleiðandinn Volkswagen séu í viðræðum um að búa til iCar sem myndi vera búinn ýmsum tæknikostum frá Apple. Talsmaður Volkswagen staðfesti að framkvæmdastjórar fyrirtækjanna hefðu hist í Kaliforníu á dögunum og kastað á milli sín hugmyndum en ekkert væri ákveðið enn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lítilmagninn í mynddiskastríðinu

Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi

Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vírusárásir á bloggsíður

Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sony-tækin send í endurvinnslu

Sony áætlar að bjóða Bandaríkjamönnum upp á endurvinnslu á vörum frá fyrirtækinu. Þetta gæti orðið til nokkurrar hugarfarsbreytingar hjá fyrirtækjum í rafeindaiðnaði um hvernig hugað er að rusli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bylting í grafískum reiknum

Texas Instruments er heiti reiknivéla sem þykja einkar góðar við útreikninga í verkfræði- og tæknigreinum. Íslenska umboðið heitir Tangens og þar varð Gunnþór Jónsson fyrir svörum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hvað ertu að gera?

Hvað ertu að gera? spyrja menn gjarnan þegar þeir hringjast á. Vefsíðan Twitter bætir um betur og sér til þess að engin þörf sé á símtalinu því svarið liggur á síðunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvur fyrir alla

Tölvunámskeið fyrir byrjendur hjá Mími-símenntun henta vel fyrir þá sem ekkert vita um tölvur. Ekki finnst öllum jafn auðvelt að fylgja tækninni og á meðan sumum finnst þeir ekki vera í neinu sambandi við umheiminn nema þeir séu með tölvuna í fanginu allan daginn finnst öðrum það meira en að segja það að finna út hvernig á að kveikja á tölvunni.

Viðskipti erlent