Apple græddi milljarð á klukkustund ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 11:55 Tim Cook, stórnarformaður Apple, á hlutabréf í Apple að verðmæti 49 milljarða íslenskra króna. vísir/ap Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt. Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn Apple hagnaðist um einn milljarð króna á hverri klukkustund á síðasta ársfjórðungi. Á hverri mínútu hagnaðist fyrirtækið um 18 milljónir króna og um 300 þúsund krónur á sekúndu. Þetta kemur fram í tölum sem The Daily Mail hefur tekið saman. Í heild hagnaðist fyrirtækið um 2.395 milljarða króna á ársfjórðungnum sem er umtalsvert meira en landsframleiðsla Íslands á öllu árinu 2013 en hún var 1.873 milljarðar. Raunar er þetta mesti hagnaður sem nokkurt fyrirtæki hefur skilað á einum ársfjórðungi. Sjá einnig: Apple skilur keppinautana eftir í rykinuHeildarvirði hlutabréfa í Apple er 84.000 milljarðar króna. Það er meira en landsframleiðsla allra ríkja heimsins að undanskildum þeim 20 ríkustu. Þá á Apple 24.000 milljarða króna í reiðufé. Bandaríska ríkið myndi fá 8000 milljarða króna í ríkiskassann ef Apple myndi greiða hefðbundinn 35 prósent bandarískan fyrirtækjaskatt af erlendum eignum sínum.Sjá einnig: Apple kynnir stærstu breytinguna á iPhone hingað tilHinsvegar greiddi félagið einungis 1 prósent skatt af tekjum sínum í Bretlandi á síðasta ári. Talið er að fyrirtækið hafi selt vörur fyrir 2.000 milljarða króna. Vegna tekjutilfærslna milli landa og skattasamninga við ýmis ríki gaf fyrirtækið upp 19 milljarða króna til skatts í Bretlandi og af því greiddi Apple einungis 220 milljónir í skatt.
Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira