Viðskipti erlent

Twitter kennir Apple um færri notendur

ingvar haraldsson skrifar
vísir/epa
Hægst hefur á fjölda nýrra notenda á Twitter, samkvæmt nýju ársfjórðungsuppgjöri sem birtist í dag. Bloomberg greinir frá.

Twitter segir að iOS 8, nýtt stýrikerfi iPhone, hafi kostað fyrirtækið allt að 4 milljón nýja notendur. Að sögn Twitter varð galli í hönnun iOS 8 tengdur Twitter sem olli hægari fjölgun notenda en búist var við. Virkum notendum Twitter fjölgaði um 20 prósent á síðasta ársfjórðungi ársins 2014 í 288 milljónir sem er lægra en þau 22 prósent sem greinendur höfðu búist við.

Nýtt stýrikerfi hefur valdið því að vinsæl forrit hafa hrunið oftar en áður. Þá hafa notendur iPhone kvartað undan því hafa þurft að eyða myndum og myndböndum til að koma fyrir nýjum hugbúnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×