Viðskipti innlent

Apple opnar risastórt gagnaver

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Möguleikar á að opna gagnaver á Íslandi eru sagðir miklir. Mynd/Thor Datacenter
Möguleikar á að opna gagnaver á Íslandi eru sagðir miklir. Mynd/Thor Datacenter
Apple hefur ákveðið að reisa eitt af stærstu gagnaverum heims við Foulum í norðausturhluta Danmerkur.

Fjárfesting Apple hljóðar upp á 6,3 milljarða danskra króna sem eru um 126 milljarðar íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að gagnaverið skapi um 300 störf auk afleiddra starfa.

Hér hefur líka verið rætt um mikla möguleika til uppbyggingar gagnavera. „Við höfum verið í samskiptum við Apple,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri á fjárfestingarsviði Íslandsstofu.

„En það er greinilegt að Apple hefur verið lengi í viðræðum við Danina, ég myndi halda að þetta hafi verið svona fjögurra til fimm ára ferli. Fyrst þeir hafa valið Danmörku hlýtur að liggja að baki góður ívilnunarsamningur.“ Fyrir Alþingi liggur ívilnunarfrumvarp frá iðnaðarráðherra. „Þetta snýst allt saman um samkeppni. Við vonum að það verði samþykkt svo að við getum tekið meiri þátt í samkeppninni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×