Yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu: Ekki tíðkast að forsætisráðherra komi að fundum milli einstakra fyrirtækja Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2015 13:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/daníel Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira