Tækni

Fréttamynd

Mark Zuckerberg vinsælastur á Google+

Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, státar af töluvert fleiri "fylgjendum" á Google+ en báðir stofendur Google, en Google+ er nýr samskiptavefur sem fyrirtækið opnaði þann 28. júní síðastliðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Múm fyrst á Gogoyoko

Nýjasta plata hljómsveitarinnar múm, Sing Along to Songs You Don't Know, verður fáanleg á síðunni Gogo­yoko.com frá og með mánudeginum 17. ágúst. Þetta þýðir að platan verður fyrst fáanleg í heiminum á síðunni. Platan kemur formlega út í Evrópu 24. ágúst hjá Morr Music og sama dag hjá Euphoni í Norður-Ameríku.

Tónlist
Fréttamynd

GPS vinsælt á golfvellinum

Farsímar með innbyggðu GPS hafa verið mjög vinsælir á golfvöllum í sumar en hægt er að hlaða niður forriti með mörgum golfvöllum Íslands í símann.

Golf
Fréttamynd

Ný tækifæri með tilkomu tölvuskýja

Microsoft svipti í gær hulunni af Windows Azure, netstýrikerfi sem verður grunnurinn að aukinni áherslu fyrirtækisins á veflausnir. Slíkar lausnir byggja á því sem kallað er „cloud computing“, sem þýða má sem „tölvuský“.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Internet Explorer fær einkamálatakka

Microsoft hefur í hyggju að búa til eins konar einkamálatakka af nýjustu uppfærslu sinni af Internet Explorer. Með því að ýta á einn taka verður þá hægt að takmarka hve miklar upplýsingar aðrir geta orðið sér úti um veraldarvefsnotkun manns.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átján ára tölvuþrjótur sýknaður

Nýsjálenskur unglingur sem játaði að hafa tekið þátt í alþjóðlegum tölvuglæp hefur verið sleppt eftir að ákæra á hendur á honum var látin niður falla. Lögreglan segir að hópurinn hafi „hakkað“ sig inn á yfir milljón tölvur og tekið þaðan a.m.k 20,4 milljónir dollara af bankareikningum fólks.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Farsímar svipta hulunni af venjum mannanna

Ferðir meira en 100 þúsund farsímanotenda hafa verið kortlagðar í tilraun til að búa til heildræna mynd af hreyfingum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að manneskjur eru venjubundnar í eðli sínu og heimsækja að mestu leyti sömu örfáu staðina aftur og aftur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ruslpóstur á 30 ára afmæli í dag

Hryllingur hvers tölvunetfangs, ruslpósturinn, á 30 ára afmæli í dag. Fyrsti ruslpóstur sem vitað er um í sögunni var sendur þann 3. maí 1978 til 400 manns frá DEC, tölvuframleiðenda sem löngu hefur hætt starfsemi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Toshiba gefst upp á HD DVD

Japanska tæknifyrirtækið Toshiba hyggst gefast upp á HD DVD háskerputækninni. Tilkynningar þess efnis er að vænta á næstu dögum, hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmanni innan fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google í samkeppni við Wikipedia

Internetrisinn Google ætlar sér í samkeppni við hina vinsælu alfræðisíðu Wikipedia á netinu. Ætlunin er að virkja notendur í að miðla upplýsingum um efni sem þeir þekkja líkt og Wikipedia gerir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

YouTube gegn einelti

Fyrsta stöðin gegn einelti á netinu hefur verið tekin í gagnið á YouTube. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til að fordæma einelti meðal annars með því að setja eigin myndbrot og skilaboð á síðuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bítlarnir brátt aðgengilegir á netinu

Tónlist Bítlanna ætti að verða aðgengileg á netinu á næsta ári eftir því sem Paul McCartney segir bandaríska tónlistarvefnum Billboard.com. Verk hljómsveitarinnar eru ein fárra sem hafa haldið tónlist sinni frá vefverslunum eins og iTunes og Napster.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Indland í hópi ofurtölvuframleiðenda

Tölvukerfi sem framleitt er á Indlandi hefur komist á lista yfir tíu hröðustu ofurtölvur í heimi. Tölvurisinn IBM trónar enn á toppi listans sem er endurskoðaður tvisvar á ári – með 232 af 500 ofurtölfum í heiminum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Auðvelt að stela upplýsingum á netinu

Fjórðungur þeirra 11 milljón Breta sem nota félagssamfélög á netinu eins og MySpace of Facebook gætu orðið fórnarlömb persónuleikastuldar. Herferð á vegum bresku ríkisstjórnarinnar varar við því að persónulegar upplýsingar séu settar á netið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Google býður netið fyrir farsíma

Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bretar senda 4 þúsund sms á sekúndu

Bretar senda nú meira en milljarð sms skilaboða í hverri viku samkvæmt nýjustu tölum bresku fjarskiptastofnunarinnar. Fjöldinn er sá sami og öll sms fyrir árið 1999 og samsvarar því að fjögur þúsund sms séu send á hverri sekúndu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Forrit gegn auglýsingum sniðnum að nethegðun

Bandarískir málsvarar einkalífs og neytendasamtök vestanhafs leita nú eftir hönnun forrits eða stofnun listar sem leyfir internetnotendum að ráða hvort auglýsendur nái til þeirra. Forritið myndi hamla fyrirtækjum að sníða auglýsingar að nethegðun einstaklinga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Upptrekkt ljós fyrir Afríku

Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrsta pöntun á 100 dollara tölvum

Urugvæ er fyrsta landið til að gera opinbera pöntun á hinum svokölluðu 100 dollara tölvum. Ríkisstjórnin keypti 100 þúsund tölvur fyrir skólabörn á aldrinum sex til 12 ára. Til stendur að kaupa 300 þúsund tölvur í viðbót handa hverju skólabarni í landinu fyrir árið 2009.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft kaupir hlut í Facebook

Mark Zuckerberg stofnaði Facebook fyrir tæpum fjórum árum síðan. Nú hefur Microsft greitt 14 milljarða íslenskra króna fyrir 1,6 prósenta hlut í síðunni. Facebook er afar vinsælt samfélag, eða tengslanet, á internetinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ólöglegt niðurhal stöðvað

Lögregluyfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lokað einni stærstu sjóræningjavefsíðu tónlistar í heiminum. Gerðar voru húsleitir í nokkrum íbúðum í Amsterdam og einni í Teesside þegar alþjóðalögreglan Interpol réðist til atlögu gegn meðlimavefsíðunni OiNK. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Bretlandi í tengslum við málið í morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sheffield Wednesday bloggarar í vandræðum

Æstir áhangendur breska knattspyrnuliðsins Sheffield Wednesday gætu átt yfir höfði sér himinháar sektir vegna ummæla sem féllu á spjallsíðu félagsins. Þar kepptust menn við að hrauna yfir stjórnendur félagsins sem þóttu ekki standa sig sem skyldi við reksturinn.

Viðskipti erlent