Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 23:15 Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað, þar á meðal er Krisján Sívarsson. Vísir/Valli Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum.
Tækni Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira