Vandfetað á gjaldeyrismörkuðum Skjóðan skrifar 15. apríl 2015 10:45 Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Fyrir tæpu ári, í byrjun maí 2014, kostaði 1 evra næstum 1,4 Bandaríkjadali. Síðan þá hefur dalurinn styrkst gríðarlega gagnvart evru og í byrjun vikunnar kostaði 1 evra ekki nema 1,05 dali. Margir spá því að strax í sumar verði evran komin niður fyrir dollarann. Ástæðurnar fyrir þessum sviptingum á gjaldeyrismörkuðum eru ýmsar. Mikil áhrif hefur að markaðurinn metur það svo að fram undan sé vaxtahækkunarferli í Bandaríkjunum á sama tíma og seðlaprentun í áður óþekktum mæli er hafin á evrusvæðinu og hverfandi líkur á að vextir þar lækki í bráð. Eftirspurn eftir dölum hefur líka aukist mjög og samkvæmt mati BIS-bankans í Sviss skulda ríkisstjórnir og fyrirtæki utan Bandaríkjanna 9 billjónir í dölum sem þarf að endurgreiða á komandi árum. Þessu má líkja við að aðilar utan Bandaríkjanna hafi tekið skortstöðu upp á 9 billjónir í dalnum og þurfi því að kaupa dalina til baka. Vitanlega verður hluti af þessu endurfjármagnaður en eftirspurnin er samt gríðarleg. Þessi styrking dalsins og að sama skapi veiking evru hefur áhrif á afkomu bandarískra og evrópskra fyrirtækja. Bandarísk fyrirtæki gera upp í dölum og með styrkari dal rýrnar afkoma alþjóðlegrar starfsemi þeirra og útflutningur frá Bandaríkjunum verður dýrari. Að sama skapi batnar afkoma evrópskra fyrirtækja. Búast má við að hagnaður bandarískra fyrirtækja á borð við Apple, Procter & Gamble, Costco, WalMart, Hewlett-Packard, Ford og General Motors dragist saman í dölum frá því sem verið hefði að óbreyttu. Þetta mun hafa áhrif til lækkunar á verð hlutabréfa í þessum fyrirtækjum. Að sama skapi má búast við því að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á evrusvæðinu muni hagnast. Volkswagen, Daimler, Fiat, Siemens, BASF, Unilever og Carrefour munu njóta góðs af og hluthafar þeirra væntanlega horfa á hækkandi verð sinna hlutabréfa. Lækkun evrunnar er kærkomin fyrir hrjáð hagkerfi evrusvæðisins. Fá lönd munu þó hagnast eins mikið á lækkun evrunnar og Þýskaland. Þó að Þýskaland sé í öllum skilningi þróað hagkerfi með hátt þjónustustig stendur hagkerfi þess á styrkari stoðum iðnframleiðslu og útflutnings en almennt gildir um þróuð hagkerfi. Evran skiptir Þýskaland meira máli en Þjóðverjar sjálfir vilja viðurkenna, því án hennar væri þýski gjaldmiðillinn sá sterkasti í heimi með alvarlegum afleiðingum fyrir ýmsar grunnstoðir þýska hagkerfisins. En hvað þýðir þetta fyrir okkur Íslendinga? Sveiflur á gjaldeyrismörkuðum eru ávallt háskalegar fyrir litla gjaldmiðla, að ekki sé minnst á örmyntir á borð við íslensku krónuna. Hætt er við að afnám gjaldeyrishafta sé bundið meiri áhættu en ella í því viðsjárverða ástandi sem ríkir á gjaldeyrismörkuðum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Gjaldeyrishöft Skjóðan Tækni Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent