Tækni

Fréttamynd

Setja kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu

Vodafone Group hefur sett kaup á frekari búnaði frá Huawei í biðstöðu eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði sakamál á hendur fyrirtækinu fyrir stórfelldan hugverkaþjófnað og brot á viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þá hefur BT Group fjarlægt búnað Huawei úr farsímakerfum sínum í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple selur færri iPhone

Tekjur Apple vegna sölu iPhone síma drógust saman um 15 prósent á síðasta en þrátt fyrir að tekjur af símasölu hafi dregist saman jukust tekjur fyrirtækisins af öðrum tækjum og þjónustu um 19 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gervigreind til bjargar tungumálum

Byrjað er að nota talgreini til að rita ræður alþingismanna í rauntíma en um er að ræða tilraunaverkefni sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um. Þá verður í náinni framtíð hægt að tala íslensku við forrit eins og Siri hjá Apple og Alexu hjá Amazon að sögn forstöðumanns Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Keppt um stærð og upplausn

Tækniráðstefnan Consumer Electronics Show eða CES 2019 er nú lokið í Las Vegas. Eins og oft áður kepptust tæknirisarnir meðal annars um það að sýna flottustu sjónvörpin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn

Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg.

Innlent
Fréttamynd

Hafa engar áhyggjur af framtíð Apple og telja félagið undirverðlagt

Þrátt fyrir að Apple hafi selt færri iPhone á síðasta ári en spár gerðu ráð fyrir, einkum vegna minni sölu í Kína, þá jókst sala á öllu öðru eins og fartölvum, spjaldtölvum, heyrnartólum og þjónustu um nítján prósent. Þá jukust þjónustutekjur vegna iCloud um 28 prósent og námu rúmlega 10 milljörðum dollara bara á síðasta fjórðungi ársins 2018.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

New Horizons flaug framhjá Ultima Thule

Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins.

Erlent