Netflix minnkar myndbandsgæði í Evrópu vegna álags Sylvía Hall skrifar 19. mars 2020 20:43 Eflaust margir sem stytta sér stundir með sjónvarpsglápi þessa dagana. Mikil aukning hefur verið í áhorfi hjá Netflix samhliða útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Getty Streymisveitan Netflix mun minnka myndbandsgæði á þáttum og kvikmyndum á veitunni næstu þrjátíu daga vegna mikils álags á Internetþjóna um þessar mundir. Mikil aukning hefur verið í áhorfi innan Evrópu eftir að kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum varð skæðari í álfunni. Á vef BBC kemur fram að breytingin muni að öllum líkindum ekki hafa það mikil áhrif að áhorfendur finni fyrir minni gæðum. Ákvörðunin var tekin eftir að beiðni frá Evrópusambandinu þar sem bæði streymisveitan og áhorfendur voru beðnir um að minnka gæðin við afspilun. Mikil aukning í notkun streymisveitna vegna samkomubanna, útgöngubanna og fjölda fólks í sóttkví víða um Evrópu hefði getað leitt til þess að Internetið gæti hreinlega ekki staðið undir álaginu. Thierry Breton, sem sér um innri markað Evrópusambandsins, sagði að staðan væri fordæmalaus. Allir notendur internetsins bæru ábyrgð á því að tryggja það að Internetið væri aðgengilegt og virkaði vel á meðan heimsfaraldurinn stæði yfir. „Ég fagna skjótum viðbrögðum Netflix sem miða að því að tryggja góða virkni Internetsins á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir samhliða því að sjá til þess að upplifun notenda sé jákvæð,” er haft eftir Breton á vef CNN. Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Þættir sem gætu bjargað geðheilsunni Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi. 12. mars 2020 14:29 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Streymisveitan Netflix mun minnka myndbandsgæði á þáttum og kvikmyndum á veitunni næstu þrjátíu daga vegna mikils álags á Internetþjóna um þessar mundir. Mikil aukning hefur verið í áhorfi innan Evrópu eftir að kórónufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum varð skæðari í álfunni. Á vef BBC kemur fram að breytingin muni að öllum líkindum ekki hafa það mikil áhrif að áhorfendur finni fyrir minni gæðum. Ákvörðunin var tekin eftir að beiðni frá Evrópusambandinu þar sem bæði streymisveitan og áhorfendur voru beðnir um að minnka gæðin við afspilun. Mikil aukning í notkun streymisveitna vegna samkomubanna, útgöngubanna og fjölda fólks í sóttkví víða um Evrópu hefði getað leitt til þess að Internetið gæti hreinlega ekki staðið undir álaginu. Thierry Breton, sem sér um innri markað Evrópusambandsins, sagði að staðan væri fordæmalaus. Allir notendur internetsins bæru ábyrgð á því að tryggja það að Internetið væri aðgengilegt og virkaði vel á meðan heimsfaraldurinn stæði yfir. „Ég fagna skjótum viðbrögðum Netflix sem miða að því að tryggja góða virkni Internetsins á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir samhliða því að sjá til þess að upplifun notenda sé jákvæð,” er haft eftir Breton á vef CNN.
Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Tengdar fréttir Þættir sem gætu bjargað geðheilsunni Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi. 12. mars 2020 14:29 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þættir sem gætu bjargað geðheilsunni Um þessar mundir eru mörg hundruð Íslendingar í sóttkví vegna Kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Fólk er sóttkví um allan heim og hækkar sú tala umtalsvert á hverjum degi. 12. mars 2020 14:29