Segir samskipti á netinu vera samskipti við fyrirtæki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 18:30 Helga segir að fyrirtækin sem standi baki samfélagsmiðlum fylgist með samskiptum fólks á netinu. Samtal við fjölskyldu og vini sé því samtal við fyrirtækið. epa/Dan Kitwood „Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“ Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
„Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“
Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira