Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 13:48 Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. AP/Jeff Chiu Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna. Samsung Tækni Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna.
Samsung Tækni Mest lesið Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira