TikTok

Fréttamynd

TikTok eyði­leggi sam­hljóm þjóðarinnar

Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Mínimalískur líf­stíll ís­lenskrar fjöl­skyldu vekur at­hygli er­lendis

Dagbjört Jónsdóttir byrjaði að taka upp mínimalískan lífsstíl fyrir tíu árum eftir að henni ofbauð hversu mörgum hlutum hún og fjölskylda hennar höfðu sankað að sér í gegnum tíðina. Síðan þá hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu og í dag á hver fjölskyldumeðlimur til að mynda einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði. 

Lífið
Fréttamynd

Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“

„Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn.

Lífið
Fréttamynd

Bað Ása um að leysa sig af og kenna rassatíma

Sara Davíðsdóttir, flugfreyja og einkaþjálfari, hefur farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið með óvanalegum beiðnum til unnustans og hlaðvarpsstjórnandans Ásgríms Geirs Logasonar, betur þekktur sem Ási.

Lífið
Fréttamynd

„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Svona færðu full­komnar krullur án þess að nota hita á hárið

Hárgreiðsla getur gengt mikilvægu hlutverki þegar kemur að heildarútlitinu. Fallegar krullur eða vel blásið hár geta til dæmis lyft hversdagslegu lúkki upp á nýjar hæðir. Á sama tíma og við viljum vera með fallegt og vel stíliserað hár eru þó margir sem forðast það að nota of mikinn hita á hárið. 

Lífið
Fréttamynd

TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni.

Erlent
Fréttamynd

Birna Rún sérhæfir sig í TikTok hjá Kvartz

Birna Rún Eiríksdóttir leikkona hefur gengið til liðs við Kvartz markaðs- og viðburðastofu sem hugmyndasmiður og verkefnastjóri TikTok teymis. Birna mun leiða þessa vinnu innan Kvartzen Birna er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur og heldur hún úti vinsælum TikTok reikningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráð­herrar geti notað TikTok á­hyggju­lausir

Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut

Innlent
Fréttamynd

Danskir þing­menn beðnir um að hætta á TikTok

Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið.

Erlent
Fréttamynd

Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra.

Viðskipti erlent