TikTok bann í Bandaríkjunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 10:03 Bannið var samþykkt af Hæstarétti Bandaríkjanna föstudag síðastliðinn og tók gildi á miðnætti. EPA-EFE/ERIK S. LESSER TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote. TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote.
TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira