TikTok bann í Bandaríkjunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 10:03 Bannið var samþykkt af Hæstarétti Bandaríkjanna föstudag síðastliðinn og tók gildi á miðnætti. EPA-EFE/ERIK S. LESSER TikTok bann tók formlega gildi í Bandaríkjunum í gærkvöld og milljónir notenda komast nú ekki inn á forritið. Verðandi forseti Bandaríkjanna íhugar að blanda sér í málið. Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote. TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Bannið hefur áhrif á 170 milljón notendur sem búsettir eru í Bandaríkjunum en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig í gærkvöldi. Lögin tóku gildi á miðnætti og eiga að þvinga kínverska eigendur TikTok, sem er í eigu fyrirtækisins ByteDance, að selja starfsemina til Bandaríkjanna eða einfaldlega loka miðlinum þarlendis. Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti þessi lög á föstudag síðastliðinn. Ástæðan sé að tenging TikTok við Kína og aðgangur þeirra að gögnum Bandaríkjamanna ógni þjóðaröryggi þeirra. Þessi melding birtist á skjám bandarískra notenda þegar bannið tók gildi á miðnætti.SKJÁSKOT Þegar bannið tók formlega gildi birtist melding á skjám notendanna þar sem stóð „fyrirgefðu, Tiktok er ekki í boði núna.“ Fyrir neðan er útskýrt að löggjöf sem bannar samfélagsmiðlaforritið sé í gildi í Bandaríkjunum. Það þýði að ekki sé hægt að nota TikTok. Þá er vísað í Donald Trump sem tekur við embætti sem forseti Bandaríkjanna á morgun. „Við erum heppin að Trump forseti hefur gefið í skyn að hann vilji vinna með okkur að lausn til að endurvekja TikTok þegar hann hefur tekið við embættinu. Endilega fylgist með!“ Donald Trump studdi áður bannið á miðlinum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Þá sagði hann í viðtali í gær að hann verulegar líkur væru á því að banninu yrði frestað um níutíu daga. Hann hafi þó ekki tekið endanlega ákvörðun. Ef að fresta eigi banninu um þrjá mánuði þarf að vera sönnun fyrir því að sala á TikTok til bandarísks fyrirtækis sé í vinnslu. Þá hafi Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagt að hann myndi ekki framfylgja banninu né afhafast eitthvað í málinu. Málið sé því á herðum Trump. „Ef ég ákveð að gera það, mun ég líklegast tilkynna það á mánudaginn,“ sagði Trump í samtali við fréttastofu NBC á laugardag. Margir hafa lýst áhuga á því að kaupa forritið, svo sem Youtube-stjarnan MrBeast og Shark Tank athafnamaðurinn Kevin O'Leary. Samkvæmt Forbes íhuguðu kínversk yfirvöld að selja milljarðamæringnum Elon Musk samfélagsmiðilinn vegna náins sambands hans við Donald Trump. Hefðu ekki þurft að loka á forritið samstundis Eigendur ByteDance hefðu hins vegar ekki þurft að loka algjörlega á forritið. Samkvæmt lögunum þurfa App Store og Google Play að fjarlægja forritin svo nýir notendur geti ekki náð í forritið. Þá væri ekki hægt að framkvæma neinar uppfærslur á forritinu. Þeir sem væru þá nú þegar með forritið í snjalltækinu sínu gætu haldið áfram að nota það, þar til skortur á uppfærslum myndi hafa veruleg áhrif á upplifun notenda og forritið yrði í raun ónothæft. App Store og Google Play hafa fjarlægt forritið samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins CNN. Eigendur ByteDance ákváðu frekar að loka á alla notkun samfélagsmiðilsins í landinu. Bandarískir áhrifavaldar hafa nýtt síðustu daga í að auglýsa aðganga sína á öðrum samfélagsmiðlum, svo sem Instagram og Youtube. Einhverjir hafa fært sig yfir á kínverska samfélgasmiðilinn RedNote.
TikTok Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira