Ástin á götunni

Fréttamynd

HK yfir gegn bikarmeisturunum

Ólafur Júlíusson hefur komið HK 1-0 yfir gegn bikarmeisturum Keflavíkur í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla. Þá hefur KA minnkað muninn gegn FH í Kaplakrika þar sem staðan er 3-1. Jóhann Þórahallsson skoraði markið eftir undirbúning Hreins Hringssonar. Víðir Leifsson hefur bætt við marki fyrir Fram sem er 2-0 yfir gegn Þór.

Sport
Fréttamynd

FH að ganga frá KA í bikarnum

FH er 3-0 yfir í hálfleik gegn KA í 16 liða úrslitum Visa bikarkeppni karla í knattspyrnu en 5 leikir eru á dagaksrá í kvöld. Fram er 1-0 yfir gegn 1. deildarliði Þórs á Akureyri, ÍBV er 2-0 yfir gegn 1. deildarliði Njarðvíkur og það er markalaust hjá bikarmeisturum Keflavíkur gegn HK og sömuleiðis hjá Grindavík og Fylki.

Sport
Fréttamynd

Visa-bikarinn í kvöld 5. júlí

Fimm leikir verða í Visa-bikarnum í kvöld.  Þá keppa Grindavík og Fylkir, ÍBV og Njarðvík, HK og Keflavík, Þór og Fram, og FH og KA.  Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. 

Sport
Fréttamynd

Blikastúlkur yfir gegn Val

Breiðablik er 0-1 yfir gegn Val á Hlíarenda í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Guðlaug Jónsdóttir skoraði markið á 8. mínútu. Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og er einum þeirra lokið. ÍBV sigraði ÍA uppi á Skaga, 0-3. Þá er KR 0-3 yfir gegn Stjörnunni í Garðabæ.

Sport
Fréttamynd

Norska úrvalsdeildin

Árni Gautur Arason og félagar hans í Voleringa sigruðu Odd Grenland 3-0 í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Voleringa er ásamt Brann og Viking með 24 stig, 6 á eftir Start í Kristjánssandi sem hefur forystu í deildinni. Norski landsliðsmaðurinn Tore Andre Flo gekk í gær til liðs við Voleringa.

Sport
Fréttamynd

AC Milan fær Christian Vieri

AC Milan gerði í dag 2 ára samning við ítalska landsliðssóknarmanninn Christian Vieri en aðeins nokkrir dagar eru síðan hann fékk sig lausan undan samningi hjá erkifjendunum í Inter Milan.

Sport
Fréttamynd

Tveir Mexíkóar í árs leikbann

Mexikóska knattspyrnusambandið hefur dæmt tvo landsliðsmenn í árs keppnisbann.  Salvador Carmona og Aron Galindo voru reknir heim úr álfukeppninni í knattspyrnu í Þýskalandi í síðasta mánuði eftir að þeir höfðu fallið á lyfjaprófi.

Sport
Fréttamynd

Steven Gerard yfirgefur Liverpool

Umboðsmaður Steven Gerard fyrirliða Liverpool hefur staðfest í samtali við enska fjölmiðla að slitnaði hafi uppúr viðræðum um nýjan samning milli leikmannsins og félagsins.

Sport
Fréttamynd

Davíð Viðarsson áfram hjá FH

FH-ingar keyptu í morgun Davíð Viðarsson frá norska liðinu Lilleström.  Davíð var samningsbundinn Lilleström en var í láni hjá FH.  Viðar Halldórsson staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild nú fyrir hádegi. 

Sport
Fréttamynd

Hvert fer Steven Gerrard?

Mál Steven Gerrard, fyrirliða Evrópumeistara Liverpool, tröllríður breskum fjölmiðlum þessa klukkutímana en umboðsmaður hans hefur staðfest að ekki verði gengið aftur að samningaborðinu hjá Liverpool. Það lítur út fyrir að Gerrard sé á förum frá félaginu sem hann hefur alist upp hjá en hvert liggur leið hans?

Sport
Fréttamynd

KR áfram eftir bráðabana

KR komst naumlega áfram í 8 liða úrslit VISA bikarkeppni karla eftir sigur á 1. deildarliði Víkings í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Gunnar Kristjánsson skoraði úr síðustu vítaspyrnunni fyrir KR eftir að Kristján Finnbogason hafði varið vítaspyrnu frá markverði Víkinga í bráðabana. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var 3-3.

Sport
Fréttamynd

Hálfleikur í Visa-bikarleikjunum

16 liða úrslit Visa bikars karla í knattspyrnu hófust með þremur leikjum kl. 19:15 í kvöld og má segja að óvæntar tölur séu í tveimur þeirra þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Breiðablik er 0-1 yfir gegn ÍA á Akranesi og það er jafnt, 2-2 hjá 1. deildarliði Víkinga gegn KR. Valsmenn eru 2-0 yfir gegn Haukum á Hlíðarenda.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sig mætir Ronaldinho

Helgi Sigurðsson og félagar í danska úrvalsdeildarliðinu AGF Aarhus mæta Spánarmeisturum Barcelona í æfingaleik í knattspyrnu þann 25. júlí næstkomandi. Óhætt er að segja að Atletions Stadion, heimavöllur AGF verði þétt setinn þegar Helgi mætir Ronaldinho, Samuel Etoo og hinum snillingunum.

Sport
Fréttamynd

Gerrard áfram hjá Liverpool?

Óstaðfestar fréttir frá Liverpool herma að Steven Gerrard fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins verði eftir allt saman um kyrrt hjá félaginu. Gerrard fundaði með Rafael Benitez knattspyrnustjóra og Rick Parry stjórnarformanni Liverpool fyrr í kvöld og sást yfirgefa Anfield um klukkustund síðar.

Sport
Fréttamynd

Víkingur og ÍA jafna

Hörður Bjarnason hefur jafnað fyrir Víking gegn KR 12 mínútum fyrir leikslok á Víkingsvelli þar sem staðan er 3-3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson jafnaði fyrir ÍA gegn Breiðabliki 5 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma uppi á Skaga þar sem staðan er 1-1. Þá er Garðar Gunnlaugsson kominn með þrennu fyrir Val sem er 5-1 yfir gegn Haukum.

Sport
Fréttamynd

ÍA kemst yfir í framlengingu

Pálmi Haraldsson hefur komið Skagamönnum yfir gegn Breiðabliki 2-1 í framlengingu uppi á Skaga. Markið kom á 13. mínútu framlengingarinnar en staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Ennþá er jafnt, 3-3 hjá Víkingi og KR.

Sport
Fréttamynd

Valur og ÍA í 8 liða úrslitin

Landsbankadeildarlið ÍA hefur tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Breiðabliki í framlengdum leik uppi á Skaga. Fyrr í kvöld vann Landsbankadeildarlið Vals 1. deildarlið Hauka, 5-1 á Hlíðarenda. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Val. Nú er að hefjast vítaspyrnukeppni hjá Víkingi og KR.

Sport
Fréttamynd

Norska úrvalsdeildin

Haraldur Freyr Guðmundsson skoraði fyrir lið sitt Álasund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Álasund tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Hannesi Sigurðssyni og félögum hans í Víkingi.

Sport
Fréttamynd

Keflavík yfir gegn FH

8. umferð Landsbankadeildar kvenna í fótbolta hófst í kvöld kl. 20 með einum leik. Keflavík er yfir á útivelli, 0-1 gegn FH. Vesna Smiljkovic skoraði markið á 21. mínútu. Í Visa bikar karla var Garðar Gunnlaugsson að koma Val í 4-1 gegn Haukum og hefur hann því skorað tvö marka Valsmanna.

Sport
Fréttamynd

Visa-bikarkeppnin karla í kvöld

Sextán liða úrslit í Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu hefjast í kvöld en þá verða þrír leikir. Skagamenn fá Breiðablik í heimsókn. Breiðablik er í fyrsta sæti 1. deildar og hefur ekki tapað leik á Íslandsmótinu.

Sport
Fréttamynd

Grétar kemur KR yfir

Grétar Hjartarson hefur komið KR yfir, 3-2 gegn Víkingi á KR velli. Markið kom á 5. mínútu seinni hálfleiks sem hófst 17 mínútur yfir 8 í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en KR-ingar komust yfir 2-0 í seinni hálfleik. Valur er ennþá 2-0 yfir gegn Haukum og Breiðablik er 0-1 yfir gegn ÍA uppi á Skaga.

Sport
Fréttamynd

Tveir leikir í framlengingu

Leikur Víkings og KR í 16 liða úrslitum Visa bikars karla fer í framlengingu en venjulegum leiktíma er lokið og staðan 3-3. Leikur ÍA og Breiðabliks fer einnig í framlengingu þar sem staðan að loknum 90 mínútum er 1-1. Valur hefur tryggt sér farseðilinn í 8 liða úrslitin með 5-1 sigri á Haukum. Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu fyrir Val.

Sport
Fréttamynd

Mourinho byrjaður

Það fer ekki á milli mála að undirbúningstímabilið í ensku knattspyrnunni er að byrja, því Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea er byrjaður að gefa út yfirlýsingar.

Sport
Fréttamynd

4 mörk komin á Hlíðarenda

Staðan hjá Val og Haukum í 16 liða úrslitum Visabikarkeppninnar er orðin 3-1 fyrir Val en seinni hálfleikur er nýhafinn. á 51. mínútu jók Baldur Aðalsteinsson forystuna fyrir Val í 3-0 en aðeins mínútu síðar minnkaði Rodney Parry muninn í 3-1. 1. Breiðablik er enn 0-1 yfir gegn ÍA uppi á Skaga og KR er 2-3 yfir gegn Víkingum í Fossvoginum.

Sport
Fréttamynd

Jörundur spáir Blikasigri

Í öllum þremur leikjunum í VISA-bikarnum í kvöld leika lið úr Landsbankadeildinni gegn liðum úr 1.deild. Toppliðin tvö í 1.deildinni kljást bæði við lið sem eru um miðja Landsbankadeildina og því gæti fólk séð í þeim leikjum hver munurinn milli deildanna tveggja er.

Sport
Fréttamynd

Viðræður Gerrards strandaðar?

Ensku slúðurblöðin eru uppfull af því að Chelsea muni gera Liverpool tilboð í Steven Gerrard. Blöðin segja að viðræður Gerrards og Liverpool hafi siglt í strand í gærkvöldi og að Rafael Benitez knattspyrnustjóri vilji selja fyrirliðann til að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.

Sport
Fréttamynd

Zenden kominn til Liverpool

Boudewijn Zenden stóðst læknisskoðun hjá Evrópumeisturum Liverpool og gengur til liðs við félagið á mánudag. Zenden kemur á frjálsri sölu frá Middlesbrough. Hann er 28 ára miðjumaður og á að baki fjölmarga landsleiki fyrir Hollendinga. Hann lék áður með Barcelona og Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Ferguson fær peninga til að kaupa

Joel Glazer, einn hinna nýju stjórnarmanna Manchester United, hefur fullvissað stuðningsmenn liðsins um að knattspyrnustjórinn, Alex Ferguson, fái peninga til þess að kaupa leikmenn. Joel Glazer er sonur Bills Glazer, bandaríska auðkýfingsins sem borgaði 92 milljarða króna þegar hann keypti félagið fyrr í sumar.

Sport
Fréttamynd

Samningi Vieris rift

Ítalska knattspyrnuliðið Internazionale hefur rift samningi við framherjann Christian Vieri. Vieri átti ár eftir af samningi en það varð að samkomulagi milli leikmannsins og félagsins að leiðir myndu skilja.

Sport
Fréttamynd

Guðjón ræður sér aðstoðarmann

Guðjón Þórðarson hefur ráðið sér aðstoðarmann hjá Notts County. Ross McLaren heitir hann og hefur verið aðstoðarstjóri hjá Derby og Aston Villa.

Sport