Loksins sigur hjá Brann
Brann sigraði Fredrikstad með fjórum mörkum gegn engu í norsku úrvalsdeildinni í gær, en Brann vann síðast sigur í deildinni í byrjun júlí. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn með Brann sem er í sjöta sæti í deildinni með 29 stig.