Enn eitt áfallið fyrir Newcastle
Newcastle United á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, enda situr liðið í fallsæti í byrjun tímabilsins og hefur aðeins hlotið eitt stig það sem af er. Um helgina þurfti Kieron Dyer svo að fara meiddur af leikvelli gegn Manchester United og talið er að hann verði frá í nokkurn tíma. Dyer hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli undanfarið, en hann hafði verið nýbúinn að fá grænt ljós frá læknum um að hann væri klár í slaginn. Þessi tíðindi eru ekki til að bæta ástandið í herbúðum Newcastle, sem hefur byrjað leiktíðina afar illa.