Tudor ekki til Bolton?
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur að undanförnu unnið að því að öturlega að fá króatíska landsliðsmanninn Igor Tudor til liðs við sig en hann gerði garðinn frægan hjá Juventus á árum áður. Allardyce óttast að hann muni ekki fá Tudor þar sem hann hefur ekki gengið frá samningi ennþá. "Ég var að vona að þetta myndi ganga hraðar fyrir sig þar sem Tudor virtist áhugasamur um að koma til Bolton til þess að byrja með, en hann hefur ekki ennþá ákveðið sig þrátt fyrir nokkuð mikla pressu frá okkur. Ég hef fylgst lengi með Tudor og er viss um að hann er magnaður leikmaður sem styrkir leikmannahópinn mikið. Hann hefur leiðtogahæfileika sem eru sjaldgæfir og það er dýrmætt fyrir félög að vera með svoleiðist leikmenn innanborðs."