Guðjón eykur forskotið
Guðjón Þórðarsonar og lærisveinar hans í Notts County náðu í dag þriggja stiga forskoti í ensku 2. deildinni í knattspyrnu þegar þeir báru sigurorð af Mansfield, 3:2, á útivelli en Notts County skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútum leiksins. Notts County hefur 14 stig eftir sex umferðir en Darlington kemur næst með 11 stig.