Ástin á götunni

Fréttamynd

Orðið ljóst hvað bíður KR og Fram ef þau komast áfram

Nú er nýbúið að draga í þriðju umferð í undankeppni Evrópudeildar UEFA en þar eru tvö íslensk lið, KR og Fram, í flottum málum eftir glæsilega leiki í fyrri leik annarrar umferðar í gærkvöldi. Fram færi til Skotlands og KR færi Sviss eða Andorra, omist þau áfram í næstu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsti sigur kvennalandsliðsins á Englandi í sögunni

Íslenska kvennalandsliðið vann sögulegan sigur á því enska í Colchester í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar unnu sanngjarnan 2-0 sigur á níundu bestu knattspyrnuþjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þetta var í fyrsta sinn frá upphafi sem Ísland vinnur England en besti árangurinn fyrir leikinn var eitt jafntefli í níu leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Nánast fullkominn leikur hjá KR-ingum

Bikarmeistarar KR unnu frækinn 2-0 sigur gegn gríska félaginu Larissa í Evrópudeild UEFA á KR-velli í kvöld. Skipulagður varnarleikur, barátta og góð liðsheild skóp sigurinn fyrir Vesturbæinga sem fara út með gott veganesti fyrir seinni leikinn í Grikklandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kvennalandsliðið vann England í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið vann 2-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik Colchester í Englandi í kvöld. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eurosport-menn töldu FH-liðið vera frá Færeyjum

Stórsigur Aktobe á FH vakti athygli fréttastofu Eurosport sem fjallaði um leikinn á fréttastöð sinni, Eurosport 2, í gærkvöldi og í nótt. Það er ekkert óvenjulegt við að nema að þar var alltaf talað um að Aktobe hafi farið í góða ferð til Færeyja en ekki til Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sverrir: Við áttum engin svör við þeirra leik

„Stundum verður maður bara að játa sig sigraðan og reyna að draga einhvern lærdóm af þessu. FK Aktobe sundurspilaði okkur hreinlega í síðari hálfleik og við áttum engin svör við þeirra leik,“ segir Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson í leikslok á Kaplakrikavelli eftir 0-4 tap FH gegn FK Aktobe í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viktor í byrjunarliði FH-inga í Meistaradeildinni í kvöld

FH-ingar mæta Aktobe frá Kasakstan í 2.umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu á Kaplakrikavelli klukkan 19.15 í kvöld. Á stuðningsmannasíðunni, fhingar.net, er birt líklegt byrjunarlið FH-liðsins og þar er Viktor Örn Guðmundsson, 20 ára vinstri bakvörður, sagður vera í byrjunarliðinu í þessum leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hægt að gerast heiðursáskrifandi að bók um sögu bikarkeppni KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands gefur í ár út bók um sögu bikarkeppni karla og kvenna í tilefni af fimmtugasta bikarúrslitaleik KSÍ. Nú býðst knattspyrnuáhugamönnum, aðildarfélögum, sveitarfélögum og fleirum að kaupa bókina í heiðursáskrift og gá um leið nafn sitt birt í nafnalisti heiðursáskriftar sem kemur fram í lok bókar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fanndís líklega með á móti Noregi

U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Búin að skiptast á að vinna hvort annað

Breiðablik og Þór/KA mætast í átta liða úrslitum VISA-bikars kvenna á Kópavogsvellinum í kvöld aðeins fjórum dögum eftir að liðin mættust í Pepsi-deildinni. Liðin eru nú að mætast í fimmta sinn á þessu ári og hafa þau skipts á því að vinna innbyrðisleiki sína.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í VISA-bikar kvenna í kvöld

Spennan magnast í VISA-bikar kvenna en í kvöld fara fram athyglisverðir leikir í átta-liða úrslitunum. Boðið verður upp á tvær innbyrðis viðureignir Pepsi-deildarliða þar sem Breiðablik og Þór/KA mætast annars vegar og Stjarnan og KR hins vegar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tíu KR-ingar slógu Víðismenn út úr bikarnum

Tíu KR-ingar náðu að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla með því að vinna 2-0 sigur á Víði í Garði í kvöld. Björgólfur Takefusa skoraði fyrramarkið á 42. mínútu en Guðmundur Pétursson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. KR-ingar léku manni færri næstum því allan seinni hálfleikinn.

Íslenski boltinn