Íslenski boltinn

Eiður Smári ekki valinn í landsliðið - hópurinn tilkynntur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ísrael í vináttulandsleik ytra þann 17. nóvember næstkomandi.

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í hópnum en allir þeir sjö leikmenn sem voru í U-21 landsliðinu í leikjunum gegn Skotum eru aftur valdir í A-landsliðið nú.

Aðeins tveir skráðir framherjar eru í liðinu - Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason.

Aðeins níu af þeim 22 leikmönnum sem valdir voru í hópinn fyrir leikinn gegn Portúgal í síðasta mánuði eru í liðinu nú.

Heiðar Helguson er ekki í liðinu nú en hann hefur átt við meiðsli að stríða undanfarnar vikur.

Sölvi Geir Ottesen kemur aftur inn í liðið eftir meiðsli.

Hópurinn:

Markverðir:

Arni Gautur Arason, Odd Grenland (71 leikur)

Gunnleifur Gunnleifsson, FH (20 leikir)

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth FC (85 leikir)

Indriði Sigurðsson, Viking FK (57 leikir)

Kristján Örn Sigurðsson, Hønefoss BK (48 leikir)

Grétar Rafn Steinsson, Bolton Wanderers FC (41 leikur)

Birkir Már Sævarsson, SK Brann (20 leikir)

Ragnar Sigurðsson, IFK Göteborg (16 leikir)

Sölvi Geir Ottesen Jónsson, FC København (14 leikir)

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson, Coventry City FC (20 leikir)

Ólafur Ingi Skúlason, Sønderjysk E (14 leikir)

Rúrik Gíslason, OB (9 leikir)

Jóhann Berg Guðmundsson, AZ (8 leikir)

Eggert Gunnþór Jónsson, Heart of Midlothian FC (7 leikir)

Birkir Bjarnason, Viking FK (3 leikir)

Gylfi Þór Sigurðsson, TSG Hoffenheim (3 leikir)

Sóknarmenn:

Kolbeinn Sigþórsson, AZ (4 leikir)

Alfreð Finnbogason, Breiðablik (1 leikur)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×